Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 19:27 Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir. Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson tilkynnti á miðstjórnarfundi í dag að hann bjóði sig ekki fram til endurkjörs í embætti forseta Alþýðusambandsins á þingi þess í október en hann hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. Gylfi hefur verið forseti Alþýðusambandsins frá hrunárinu 2008 eða í tíu ár. hann viðurkennir að persónuleg gagnrýni á hann hafi bitið á hann. Gylfi segir að tíminn frá hruni hafi um margt verið strembinn fyrir verkalýshreyfinguna. „Við erum núna á toppi kaupmáttarþróunar og höfum að mörgu leyti náð miklum árangri á undanförnum árum. En það er engin launung á því að það hafa verið miklar deilur í hreyfingunni. Deilur um aðferðafræði en einhvern veginn hefur þetta æxslast þannig að það gengur illa að taka málefnalega umræðu því mín persóna virðist þvælast mikið fyrir í þessu,” segir Gylfi. Nú sé hægt að endurnýja forystuna án þess að það sé gert sem mótframboð gegn honum. „Þess vegna var það mín niðurstaða til að freista þess að umræðan geti verið málefnaleg; þá vil ég frekar stíga til hliðar,” segir Gylfi. Formaður VR hefur um árabil farið fremstur í flokki í gagnrýni sinni á forseta Alþýðusambandsins en hann hefur í tvígang látið í minni pokann fyrir Gylfa í kjöri til forseta ASÍ. Þá hefur nýkjörinn formaður Eflingar gagnrýnt Gylfa ásamt formönnum Verkalýðsfélags Akraness og Framsýnar á Húsavík, þótt Gylfi hafi einnig notið mikils stuðnings innan hreyfingarinnar. „En auðvitað bítur þetta. Það er engin launung á því og ég vil ekki standa í deilum við félaga mína.”Gengur þú sáttur eða sár frá borði eftir tíu ár á forsetastóli? „Ég er bæði mjög þakklátur og auðmjúkur yfir því að hafa fengið að sinna þessu verkefni. Ég fer frá þessu mjög sáttur. Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt. Ég hef unnið mikið með stórum hópi fólks sem leggur allt sitt í að heija þessa baráttur,” segir Gylfi. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun Gylfa ekki koma á óvart en það sé eftirsjá af honum. „Já Gylfi hefur verið farsæll í starfi. Hann hefur verið umdeildur og ekki verið allra þannig að það hefur heyrst mikið,” segir Björn. Það hafi mikið verið einblínt á Gylfa en ASÍ sé sterk hreyfing þar sem mikill fjöldi fólks komi að og honum finnst gagnrýnina hafa beinst of mikið að Gylfa. Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags á Austfjörðum, hefur þegar ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið í haust. „Það eru bara þannig tímar í Alþýðusambandinu að við verðum að reyna að sætta sjónarmið. Ég held að ég geti lagt mitt fram um það. Ég myndi kannski horfa á mig sem bráðabirgðaforseta á meðan við leitum að nýjum leiðtoga til framtíðar. En það þarf að sætta sjónarmið. Hreyfingin þarf að standa saman í komandi átökum,” segir Sverrir.
Kjaramál Tengdar fréttir Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Sjá meira
Sverrir Mar vill taka við af Gylfa Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri Afls starfsmannafélags, hyggst bjóða sig fram til forseta ASÍ á ársþingi sambandsins sem haldið verður í október. 20. júní 2018 18:03