RÚV ekki stofnað dótturfélag um samkeppnisrekstur þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. júní 2018 18:30 Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. RÚV hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um aðskilnað samkeppnisrekstrar og almannaþjónustu. Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ríkisútvarpið ohf. hefur látið hjá líða að stofna dótturfélag utan um samkeppnisrekstur sinn þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um en auglýsingasala RÚV á að vera í dótturfélagi. Menntamálaráðherra fundaði í gærmorgun með útvarpsstjóra vegna framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði sem hefur verið harðlega gagnrýnd af einkareknum fjölmiðlum. Hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins vegna almannaþjónustu koma fram í 3. gr. laganna um Ríkisútvarpið. Í 4. gr. laganna segir: „Ríkisútvarpið skal stofna og reka dótturfélög, sem að fullu leyti eru í eigu þess, fyrir aðra starfsemi en þá sem kveðið er á um í 3. gr.“ Í greinargerð með frumvarpi til laganna er þetta ákvæði útskýrt þannig að starfsemi í samkeppnisrekstri þurfi að vera fjárhagslega aðgreind frá móðurfélaginu og sala auglýsinga- og kostunar í dagskrá móðurfélagsins (RÚV) þurfi að vera í dótturfélagi. Gildistöku þessa ákvæðis var frestað í fimm ár þegar lögin um RÚV voru samþykkt á Alþingi árið 2013 eða til 1. janúar 2018. Frá byrjun þessa árs hefur hvílt lagaskylda á RÚV að stofna dótturfélag utan um þessa starfsemi. Ríkisútvarpið hefur hins vegar ekki stofnað dótturfélag eða dótturfélög og látið samkeppnisrekstur sinn, þann hluta rekstrarins sem er í beinni samkeppni við einkarekna fjölmiðla, standa inni í sama félagi og rekstur almannaþjónustunnar. Fréttastofan óskaði í dag eftir skýringum hjá RÚV á því hvers vegna stofnunin hefði ekki stofnað dótturfélag. Hvorki Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri né Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri veittu kost á viðtali. Margrét segir hins vegar í skriflegu svari að unnið sé að útfærslu 4. greinarinnar í samstarfi RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins. „Það eru ýmis lagaleg álitaefni sem finna þarf lausn á áður en næstu skref verða tekin,“ segir hún. Á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag stóð meðal annars til að ræða framgöngu RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttastofan náði tali af Kára Jónassyni formanni stjórnar RÚV fyrir fundinn og sagðist hann vona að RÚV færi að lögum og reglum. Kvartanir vegna auglýsingasölu RÚV væru til meðferðar hjá bæði Samkeppniseftirlitinu og Fjölmiðlanefnd og stjórn félagsins biði niðurstöðu þessara stofnana áður en hún myndi eitthvað aðhafast.Framganga RÚV á auglýsingamarkaði harðlega gagnrýnd Framganga RÚV á auglýsingamarkaði hefur sætt harðri gagnrýni á síðustu vikum en það var sjónvarpsstöðin Hringbraut sem kvartaði til bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjölmiðlanefndar. Stjórnendur Hringbrautar telja að RÚV hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði með auglýsingar með því að samtvinna sölu á auglýsingum fyrir heimsmeistarakeppnina í fótbolta við sölu á auglýsingaplássi fyrir óskylda dagskrárliði. Var auglýsendum meðal annars boðið að kaupa 10 milljóna króna auglýsingapakka sem fól í sér auglýsingar allt árið.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira