Þáttastjórnendur stöðvarinnar hafa lýst yfir fullum stuðningi við aðgerðir Trump stjórnarinnar, að aðskilja börn frá foreldrum og setja í flóttamannabúðir, og gert lítið úr vanda barnanna.
Meðal álitsgjafa þeirra í málinu má nefna Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra Trumps forseta. Hann vakti töluverða reiði í einu viðtali þegar hann hæddist að sorgarsögu um 10 ára stúlku með Downs heilkenni sem var aðskilin frá móður sinni og læst inni.
Þá tók stöðin viðtal við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Trump stjórnarinnar, þar sem hann sagði ósanngjarnt að bera aðgerðirnar saman við framferði nasista í helförinni. Munurinn væri sá að nasistar hafi bannað gyðingum að fara frá Þýskalandi en í þessu tilviki sé heili tilgangurinn einmitt að koma fólkinu úr landi.
Fox News tilheyrir Fox Samsteypunni ásamt framleiðslufyrirtækinu 21st Century Fox. Steve Levitan, höfundur hinna geysivinsælu gamanþátta Modern Family, segist einfaldlega ekki geta sætt sig við að vinna fyrir sama fyrirtæki lengur. Fordæmir hann ummæli Ann Coulter um leikaraskap sérstaklega og segir þau bera vott um hreina illsku.
Levitan segir að hann muni klára núverandi þáttaröð eins og samningar segi til um en síðan sé samstarfinu lokið, sama hvort honum takist að selja þættina til annarra stöðva eða ekki.
I look forward to seeing #ModernFamily through to the end and then, sale or no sale, setting up shop elsewhere.
— Steve Levitan (@SteveLevitan) June 19, 2018
In other words, don't think critically, don't consult multiple news sources, and in general, don't use your brain. Just blindly obey Fox News. This is fringe shit, and it's business like this that makes me embarrassed to work for this company. https://t.co/kC7MPYxdgZ
— Seth MacFarlane (@SethMacFarlane) June 16, 2018

Apatow var fljótur að svara því til að hann hafi tekið þá ákvörðun fyrir sextán árum að vinna aldrei aftur fyrir Fox. Fyrirtækið breiði út hugmyndir sem einkennist af illsku og standi fyrir græðgi og spillingu.
Apatow gekk síðan lengra og sagði Trump stjórnina seka um að pynta börn. Hvatti hann leikara, framleiðendur, blaðamenn, íþróttamenn og stjórnendur sem starfi fyrir Fox til að láta í sér heyra.
Paul Feig, sem var meðal annars framleiðandi myndanna Bridesmaids og endurgerðarinnar af Ghostbusters, lýsti því síðan yfir í gær að hann fordæmdi fyrirtækið og gaf í skyn að hann myndi ekki gera fleiri myndir fyrir kvikmyndaver Fox.
Þess má geta að tímasetningin þessara mótmæla er frekar sérstök í ljósi þess að Fox samsteypan er að ganga frá samningi um að selja þann hluta fyrirtækisins sem framleiðir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Því er líklegt að Fox News verði brátt aðskilið fyrirtæki sem tengist ekki kvikmyndaverinu.