Sport

Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna „getur komist í fremstu röð“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Evrópumeistari í 100 metra hlaupi í flokki 18 ára og yngri. Hún náði einnig í bronsverðlaun í 200 metra hlaupi. Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur og fyrrum frjálsíþróttaþjálfari, segir árangurinn hafa komið nokkuð á óvart.

„Það að hún yrði framarlega í bæði 100 og 200, það var alveg von á því miðað við stöðu hennar á Evrópulistanum fyrir mótið,“ sagði Þráinn við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Frekar óalgengt er að sjá Íslending fagna sigri á stórmótum í spretthlaupagreinum. Þráinn segir þó alveg mega búast við því að Guðbjörg verði á meðal þeirra fremstu á næstu árum.

„Karlarnir, þar sjáum við þeldökka menn yfirleitt sigra, en í kvennaflokknum þá hafa hvítu stelpurnar verið að keppa við þær svörtu nokkurn veginn á jafnréttisgrunni, þó þær séu ekki eins margar. Ég held að við sjáum alveg fyrir að Guðbjörg getur komist í fremstu röð þó hún sé hvít á hörund.“

„Hún hefur verið að einbeita sér að 100 og 200 en það getur vel verið að 400 verði hennar framtíðargrein.“

Þráinn sagði Guðbjörgu vera á svipuðum stað og Aníta Hinriksdóttir var á þessum aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×