Tvær enskar fótboltagoðsagnir segja fólki að láta Raheem Sterling í friði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2018 10:00 Raheem Sterling gengur svekktur af velli eftir 24. markalausa landsleikinn í röð. Vísir/Getty Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Ensku fótboltagoðsagnirnar David Beckham og Geoff Hurst hafa báðir talað fyrir því á opinberum vettvangi að fólk hætti að gagnrýna enska landsliðsmanninn Raheem Sterling í miðri sigurgöngu enska landsliðsins á HM. Raheem Sterling og félagar í enska landsliðinu í fótbolta eru komnir alla leið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en Raheem Sterling hefur enn ekki náð að skora í keppninni þrátt fyrir að vera búinn að spila í 336 mínútur. Frammistaða Raheem Sterling hefur kallað á talsverða gagnrýni og það mátti sjá á honum í síðasta leik á móti Svíum að sjálfstraustið var ekki alltof mikið þegar hann var kominn í ákjósanlegar stöðu nálægt markinu. „Hann hefur fengið dálitla gagnrýni en hann hefur spilað vel. Hann gerði meira í síðasta leik en í leikjunum á undan. Hann er lykilmaður í að hreyfa vörnina og leit út fyrir að vera í mjög góðu standi allan leikinn. Sterling fékk færi og gat gert meira með þau en hann var frábær,“ sagði Geoff Hurst við Metro en Hurst skoraði þrennu í úrslitaleik HM 1966. Gary Neville, fyrrum aðstoðarþjálfari og leikmaður enska landsliðsins, var mjög ósáttur með gagnrýnina sem Raheem Sterling fékk á samfélagsmiðlum á meðan Svíaleiknum stóð og kallaði hana „algjörlega ógeðslega“ í færslu sinni. Það vakti athygli David Beckham sem svaraði á Instagram. „Ég hef ekki séð þetta en þetta er algjörlega rangt. Við erum komin í undanúrslit á HM og allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið. Við erum sem ein þjóð sameinuð að baki liðinu,“ skrifaði Beckham. The Times slær viðbrögðum Beckham upp á forsíðu sinni í morgun. David Beckham og Geoff Hurst hafa komið Raheem Sterling til varnar. Þrátt fyrir markaleysi Raheem Sterling og gagnrýni þá er næstum því 100 prósent öruggt að Raheem Sterling verður í byrjunarliðinu á móti Króatíu á miðvikudagskvöldið. Það er samt ekkert skrýtið að fólk hafi áhyggjur af markaleysi stráksins ekki síst þar sem það er greinilega ofarlega í huga hans því hann reynir mjög mikið sjálfur þegar hann nálgast mark mótherjanna. Ekkert mark á 336 mínútum á HM er ekki glæsileg tölfræði fyrir sóknarmann ekki síst þar sem tveir miðverðir liðsins hafa skorað þrjú mörk saman. Raheem Sterling lagði reyndar upp eitt mark en sú stoðsending kom í 6-1 stórsigrinum á Panama. Raheem Sterling hefur ekki skorað fyrir enska landsliðið síðan í leik á móti Eistlandi 9. oktbóer 2015. Síðan þá hefur hann spilað 24 landsleiki í röð án þess að skora og er nú með aðeins 2 landsliðsmörk í 42 leikjum fyrir enska landsliðið.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira