Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 14:37 Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar. Erla Dögg Ármannsdóttir Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni. Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni.
Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32