England í undanúrslitin eftir sigur á slökum Svíum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 15:45 Harry Maguire fagnar marki sínu. Vísir/Getty England er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta skipti síðan 1990 eftir 2-0 sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitunum en leikið var á Samara-leikvanginum í dag. Englendingar voru einfaldlega mun betri aðilinn í leiknum. Svíarnir voru lengi í gang og þeirra hættulegustu færi komu þegar England var komið í 2-0. England er því komið í undanúrslitin en þar mæta þeir annað hvort Króatíu eða Rússlandi. Þessi lið leika í kvöld en undanúrslitaleikur liðanna er svo á miðvikudaginn. Eins og áður segir voru Svíarnir lítið að ógna í fyrri hálfleik. Englendingar réðu lögum og lofum á vellinum en náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg marktækifæri. Það kom fáum á óvart að fyrsta markið kom eftir hornspyrnu. Hornspyrna Ashley Young fór beint á kollinn á Harry Maguire sem stangaði boltann í netið. Fyrsta landsliðsmark kappans. Mögnuð stund.Dele Alli eftir að hann stangaði boltann í netið.vísir/gettyRaheem Sterling fékk svo gott tækifæri undir lok fyrri hálfleiks er hann slapp einn í geg en hann lét Robin Olsen verja frá sér. Því var staðan 1-0 fyrir England í hálfleik og í raun allt opið fyrir síðari hálfleikinn. Það var lítið að frétta frá Svíum áfram í upphafi síðari hálfleiks. Það var því verðskuldað að Englendingar tvöfölduðu forystuna með marki frá Dele Alli eftir magnaða sendingu Jesse Lingaard. Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, var vel á verði í markinu en hann varði í tvígang afar vel. Það voru hættulegustu færi Svíaa sem sköpuðu sér þrjú ágæt færi í síðari hálfleik. Verðskuldaður 2-0 sigur Englendinga sem eru komnir í undanúrslitin í fyrsta skipti síðan 1900 en 1966 urðu þeir síðast heimsmeistarar. Í dag héldu þeir þó hreinu í fyrsta skipti í mótinu. Boðar gott. HM 2018 í Rússlandi
England er komið í undanúrslitin á HM í fyrsta skipti síðan 1990 eftir 2-0 sigur á Svíþjóð í 8-liða úrslitunum en leikið var á Samara-leikvanginum í dag. Englendingar voru einfaldlega mun betri aðilinn í leiknum. Svíarnir voru lengi í gang og þeirra hættulegustu færi komu þegar England var komið í 2-0. England er því komið í undanúrslitin en þar mæta þeir annað hvort Króatíu eða Rússlandi. Þessi lið leika í kvöld en undanúrslitaleikur liðanna er svo á miðvikudaginn. Eins og áður segir voru Svíarnir lítið að ógna í fyrri hálfleik. Englendingar réðu lögum og lofum á vellinum en náðu ekki að skapa sér mörg hættuleg marktækifæri. Það kom fáum á óvart að fyrsta markið kom eftir hornspyrnu. Hornspyrna Ashley Young fór beint á kollinn á Harry Maguire sem stangaði boltann í netið. Fyrsta landsliðsmark kappans. Mögnuð stund.Dele Alli eftir að hann stangaði boltann í netið.vísir/gettyRaheem Sterling fékk svo gott tækifæri undir lok fyrri hálfleiks er hann slapp einn í geg en hann lét Robin Olsen verja frá sér. Því var staðan 1-0 fyrir England í hálfleik og í raun allt opið fyrir síðari hálfleikinn. Það var lítið að frétta frá Svíum áfram í upphafi síðari hálfleiks. Það var því verðskuldað að Englendingar tvöfölduðu forystuna með marki frá Dele Alli eftir magnaða sendingu Jesse Lingaard. Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, var vel á verði í markinu en hann varði í tvígang afar vel. Það voru hættulegustu færi Svíaa sem sköpuðu sér þrjú ágæt færi í síðari hálfleik. Verðskuldaður 2-0 sigur Englendinga sem eru komnir í undanúrslitin í fyrsta skipti síðan 1900 en 1966 urðu þeir síðast heimsmeistarar. Í dag héldu þeir þó hreinu í fyrsta skipti í mótinu. Boðar gott.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti