Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 14:39 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58