Mikil öryggisgæsla við komu dýrgripa frá Kaupmannahöfn Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2018 14:39 Ormsbók Snorra-Eddu verður til sýnis á Listastafni Íslands síðar í sumar. Fréttablaðið/GVA / Wikipedia Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal. Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Mikil öryggisgæsla verður viðhöfð þegar tvö af helstu miðaldarhandritum Íslendinga koma til landsins frá Kaupmannahöfn vegna handritasýningar í tilefni hátíðarhalda til að minnast þess að hundrað ár eru liðin frá því Ísland varð fullvalda ríki. Forstöðumaður Árnastofnunar segir um mikla dýrgripi að ræða sem meðal annars geymi elstu heimildir um íslenskuna. Á þessu ári fara fram fjölbreytt hátíðarhöld til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslendinga hinn 1. desember árið 1918. Meðal viðburða er sýningin Lífsblómið sem verður opnuð í Listasafni Íslands hinn 18. júlí næst komandi þar sem tvö af helstu miðaldahandritum Íslendinga verða meðal annars til sýnis en þau hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn. Þessi tvö handrit koma með flugi frá Kaupmannahöfn í dag, handjárnuð við tvo fygldarmenn og mun sérsveit Ríkislögreglustjóra taka á móti flutningsmönnum og fylgja þeim í Árnastofnun í Reykjavík. Guðrún Nordal forstöðumaður stofnunarinnar segir um mikla dýrgripi að ræða.Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, er til vinstri á mynd.„Reykjabók Njálu sem er eitt aðalhandrit Njálssögu, skrifað upp úr þrettán hundruð, og svo Ormsbók Snorra Eddu sem geymir bæði Snorra Eddu en líka allar málfræðiritgerðirnar. Meðal annars fyrstu málfræðiritgerðina sem er rituð um miðja tólftu öld og geymir fyrstu ritgerðina um íslenskuna. Þannig að þetta eru miklir dýrgripir sem eru að koma í heimsókn til Íslands,” segir Guðrún. Þetta sé eina handrit þessarar ritgerðar um íslenskuna og elsta heimildin um íslenska málfræði. „Og gríðarlega mikilvægt ekki síst af þeim sökum og mjög fallegt handrit líka. Stórt og veglegt handrit og það verður mjög gaman að sýna þau. Þau hafa náttúrlega ekki komið til Íslands síðan á sautjándu öld.“ Fjölmörg handrit eru til af Njálssögu á Íslandi að sögn Guðrúnar. „En þetta er elsta, heillegasta handrit sögunnar og hefur því mikið gildi. Er mjög merkilegt. Það geymir líka ákveðna gerð sögunnar sem er aðeins öðruvísi en sú sem við lesum venjulega í útgáfum. Sú gerð er reyndar varðveitt í fleiri handritum en mjög merkilegt handrit Njálu. Þannig að það er einmitt mjög gaman að fá hana líka í heimsókn á þessu afmælisári,“ segir Guðrún Nordal.
Menning Tengdar fréttir Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir „Málgagn auðmanna landsins hefur hamast á okkur“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Tvö miðaldahandrit Íslendinga koma til landsins Handritin eru flutt tímabundið til landsins í tilefni af sýningunni Lífsblómið – Fullveldi í 100 ár. 5. júlí 2018 08:58