Fótbolti

Wilshere í viðræðum við West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jack Wilshere hefur yfirgefið uppeldisfélagið
Jack Wilshere hefur yfirgefið uppeldisfélagið vísir/getty
Jack Wilshere gæti verið á leið til West Ham. Hann hefur átt í viðræðum við forráðamenn félagsins.

Samningur Wilshere við Arsenal rann út um mánaðarmótin og því er hann frjáls ferða sinna. Heimildir Sky Sports herma tyrkneska félagið Fenerbahce hafi einnig áhuga á leikmanninum.

„Ég ætla að taka þennan tíma og hugsa mig vel um hvað ég vil gera, ég ætla ekki að flýta mér í að taka ákvörðun,“ sagði Wilshere í síðustu viku.

Manuel Pellegrini tók við stjórn West Ham í sumar og stýrði hann sinni fyrstu æfingu á þriðjudag.


Tengdar fréttir

Wilshere yfirgefur Arsenal

Jack Wilshere mun ekki leika með Arsenal á næsta tímabili en hann staðfesti það á samfélagsmiðlum í gærvköld að hann myndi yfirgefa félagið í lok júní þegar samningur hans rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×