Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2018 12:47 London hefur eins og aðrar stórborgir glímt við mikla loftmengun undanfarin ár. Vísir/EPA Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum. Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks. Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar. Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný. Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun. Tengdar fréttir Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59 Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12 Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06 Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Sérfræðingur í astma og loftmengun telur sláandi fylgni á milli veikinda ungrar telpu sem lést síðar af völdum astmakasts og toppa í loftmengun í London. Þrátt fyrir að þekkt sé að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum hafa einstök dauðsföll ekki verið tengd mengun áður.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Ella Kissi-Debrah hafi búið 25 metrum frá suður hringvegi London en svæðið er þekkt fyrir háan styrk loftmengunar. Hún lést níu ára að aldri úr astmakasti í febrúar árið 2013. Síðustu þrjú árin fékk hún ítrekað köst og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús tuttugu og sjö sinnum. Á þeim tíma var loftmengun í London yfir heilbrigðisviðmiðum Evrópusambandsins. Stephen Holgate, prófessor við Háskólasjúkrahúsið í Southampton og einn helsti sérfræðingur Bretlands í astma og loftmengun, segir sláandi fylgni á milli þeirra skipta sem Kissi-Debrah var lögð inn á sjúkrahús og toppa í niturdíoxíðmengun og svokallaðs PM-10 svifryks. Holgate telur raunverulegar líkur á því að telpan væri enn á lífi ef ekki hefði verið fyrir ólöglegan styrk loftmengunar í borginni í skýrslu sem hann hefur tekið saman um dauða hennar. Hún hafi látist eftir einn versta mengunartoppinn í hverfinu hennar. Skýrslan verður send saksóknara til að knýja á um að dauði stúlkunnar verði rannsakar á ný. Bresk stjórnvöld telja slæm loftgæði stærsta umhverfislega hættan við lýðheilsu þar í landi. Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði að áætlun stjórnvalda um að berjast gegn loftmengun væri ólögleg þar sem hún gengi ekki nógu langt í febrúar. Það var þriðja dómsmálið á þremur árum þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur verið skikkuð til að herða sig í að taka á loftmengun.
Tengdar fréttir Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59 Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12 Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06 Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lítil loftmengun í skamman tíma tengd við ótímabær dauðsföll Ítarleg rannsókn á skammtímaáhrifum fínnar loftmengunar bendir til þess að hún leiði til þess að fleira eldra fólk deyi fyrir aldur fram. 5. janúar 2018 11:59
Þýskar borgir mega banna dísilbíla til að draga úr mengun Dómur þýsks dómstóls er talinn geta haft fordæmisgildi fyrir fleiri Evrópulönd. 27. febrúar 2018 15:12
Loftmengun alls staðar yfir viðmiðunarmörkum í London Borgarstjóri London segir að niðurstöður nýrra mælinga á loftmengun í borginni séu „ógeðslegar“. 6. október 2017 18:06
Um 120 Íslendingar deyja árlega vegna mengunar Eitt af hverjum sex dauðsföllum árið 2015 er rakið til mengunar. 20. október 2017 06:43