Erlent

Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Leiðtogafundurinn í Singapúr
Leiðtogafundurinn í Singapúr Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við.

Fullyrðir forsetinn að allir íbúar Asíu séu himinlifandi með árangurinn, hvorki meira né minna.

Ummælin lét Trump falla á Twitter í morgun.

Hann benti réttilega á að Norður-Kórea hefði ekki gert tilraunir með eldflaugar eða kjarnorkusprengjur í átta mánuði. Þeir einu sem kvörtuðu undan því væru andstæðingar sínir, þar á meðal fjölmiðlar.

Trump sagðist einnig frá ætla að greina frá því næsta mánudag hvern hann tilnefni sem nýjan hæstaréttardómara. Hann hafi rætt við fjóra mjög hæfa kandídata í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×