Liðið kom til landsins á miðvikudagskvöldið og fór góður hópur til Miami í Flórída. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason, Sverrir Ingi Ingason, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru saman í sólinni í Bandaríkjunum.
Strákarnir hittu stórleikarann Jamie Foxx á djamminu og fengu fína hópmynd sem Aron Einar birtir á Instagramsíðu sinni og má sjá myndina hér að neðan.