Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2018 12:52 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, á fundinum í gær. fréttablaðið/anton brink Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2. Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir gagnrýni íslenskra þingmanna á þátttöku hennar á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í gær fáránlega og til skammar. Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. Pia segir þingmennina augljóslega ekki hafa hugmynd um hvað er að gerast í heiminum eða í systurflokki þeirra í Danmörku, og vísar þar væntanlega til sósíal-demókrata sem hafa tekið upp harðari stefnu í málefnum innflytjenda í landinu. Píratar sniðgengu hátíðarfundinn á Þingvöllum í gær vegna þátttöku Piu og þá voru ýmsir þingmenn með barmmerki sem á stóð Nej, til racisme en Pia er umdeild vegna stefnu flokks hennar í málefnum innflytjenda og orðræðu hennar gegn fjölmenningu og íslam. „Það er rétt að Píratar tóku ekki þátt en ég get í raun ekki gert að því þótt sumir séu illa upp aldir og sjái ekki að þegar þú ert að bjóða forseta danska þingsins, en ekki mér sjálfri persónulega, þá er þetta í raun ekki niðurlæging fyrir mig,“ segir Pia sem kveðst ekki hafa tekið mikið eftir gagnrýni eða mótmælum á þátttöku hennar á fundinum. Helga Vala segir í samtali við TV2 að hún hafi ekki verið að sýna andstöðu sína við danska þingið, dönsku ríkisstjórnina eða dönsku þjóðina, heldur hafi hún verið að láta í ljós hvað henni þætti um það hvernig Pia hefur breytt viðhorfi til innflytjenda og flóttamanna á danska þinginu. „Ég einfaldlega skil ekki hvers vegna hún ætti að vera ræðumaður á svona viðburði,“ segir Helga Vala á vef TV2.
Alþingi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44