Segir ríkisstjórnina bera ábyrgð á neyðarástandinu sem ríkir á Landspítala Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 12:17 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður kjaranefndar ljósmæðra. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra, segir að ríkisstjórnin beri ábyrgð á því neyðarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem nú hefur verið í gildi í um einn og hálfan sólarhring. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun áður en fundur í kjaradeilu ljósmæðra við ríkið hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara. Sáttafundurinn hófst um klukkan 11.20 en áður en samninganefndirnar komu saman funduðu þær hvor í sínu lagi. Upp úr klukkan 11:45 fóru þær síðan af fundi með sáttasemjara og funduðu aftur hvor fyrir sig. Sögðu þær lítið hægt að gefa upp um hvernig gengi í viðræðunum og það ætti eftir að koma í ljós hvernig dagurinn þróaðist. Samninganefndirnar munu aftur funda með sáttasemjara þegar þær hafa lokið við að funda hvor fyrir sig. Katrín sagði í morgun að ekki kæmi til greina af hálfu ljósmæðra að hvika frá sínum kröfum sem fela í sér 17 til 18 prósenta hækkanir þegar allt er tekið saman. Þá varpar hún ábyrgðinni á ástandinu á Landspítala á ríkisstjórnina en stjórnendur spítalans segja neyðarástand vera þar vegna yfirvinnubannsins. „Ríkisstjórnin, klárlega. Það er bara klárt mál. Ég hef menntað mig til þess að hafa val á vinnumarkaði og sjá fjölskyldu minni farboða. Við kjósum hérna ríkisstjórn og borgum skatta sem á að sjá til þess að hér sé menntakerfi og heilbrigðiskerfi og svo framvegis í landinu. Það er á ábyrgð þeirra. Ég er starfskraftur til sölu og ég er meira að segja frekar ódýr starfskraftur, en ekki eins ódýr og verið hefur, það er alveg á hreinu,“ sagði Katrín í morgun en viðtalið við hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum 18. júlí 2018 19:45 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32