„Beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2018 15:25 Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, segir það óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. Segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“ að virða ekki embætti danska þingsins. Kjærsgaard flutti ávarp á fundinum sem fram fór á Þingvöllum í dag en margir höfðu gagnrýnt það þar sem hún þykir afar umdeildur stjórnmálamaður ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Í færslu sinni á Facebook segir Bjarni að til sé fólk sem slái reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. „Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst ekki deila skoðunum Kjærsaard á ýmsum hlutum og segist hafa skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hennar. Það sé hins vegar óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að í ljósi sögunnar sé ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé gestur fundarins: „Í ljósi sōgunnar er ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé sérstakur gestur fundarins en því miður er sá gestur fulltrúi skoðana sem varpa dōkku skýi á þessa stund. Boðberi framtíðarsýnar sem fyllir mig óhugnaði með sína fjandsamlegu afstōðu til m.a. innflyjenda og flóttafólks.“ Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þá umræðu sem farið hefur fram í aðdraganda hátíðarfundar á Þingvöllum um þátttöku Piu Kjærsgaard, forseta danska þjóðþingsins, á fundinum. Segir Bjarni í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „yfirlæti og beinlínis dónaskapur gagnvart danska þjóðþinginu og dönsku þjóðinni“ að virða ekki embætti danska þingsins. Kjærsgaard flutti ávarp á fundinum sem fram fór á Þingvöllum í dag en margir höfðu gagnrýnt það þar sem hún þykir afar umdeildur stjórnmálamaður ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Í færslu sinni á Facebook segir Bjarni að til sé fólk sem slái reglulega um sig með því að leggja áherslu á lýðræðið. „Vilja fólksins. Frelsi hins almenna kjósanda til að koma skoðunum sínum að. Í því samhengi er reglulega rætt um rétt minnihlutans til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Í flestum ríkjum er þetta tryggt með almennum, frjálsum kosningum og byggt á fulltrúalýðræði. Það er hins vegar svo að þegar á reynir er eins og þetta sama fólk eigi erfiðast með að virða niðurstöðu þeirra leikreglna sem best tryggja lýðræðislega niðurstöðu. Það hikar ekki við að segja tiltekna rétt kjörna einstaklinga óalandi og óferjandi, jafnvel með öllu óvelkomna og óhæfa til samskipta. Þegar Alþingi Íslendinga býður forseta danska þjóðþingsins til að vera viðstaddur hátíðarhöld vegna sögulegra tímamóta finnst þessu fólki þannig við hæfi að útiloka viðkomandi einstakling, kosinn í frjálsum almennum kosningum,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst ekki deila skoðunum Kjærsaard á ýmsum hlutum og segist hafa skilning á því að fólk hafi skoðun á og sé ósammála áherslum hennar. Það sé hins vegar óskylt lýðræðinu að virða ekki embætti danska þingsins. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að í ljósi sögunnar sé ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé gestur fundarins: „Í ljósi sōgunnar er ekki óeðlilegt að forseti danska þingsins sé sérstakur gestur fundarins en því miður er sá gestur fulltrúi skoðana sem varpa dōkku skýi á þessa stund. Boðberi framtíðarsýnar sem fyllir mig óhugnaði með sína fjandsamlegu afstōðu til m.a. innflyjenda og flóttafólks.“
Alþingi Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Titringur á Alþingi Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. 18. júlí 2018 10:44