Umfjöllun: Rosenborg - Valur 3-1 | Dómarinn stal athyglinni er Rosenborg sló út Val Anton Ingi Leifsson skrifar 18. júlí 2018 19:45 Úr fyrri leik liðanna. vísir/bára Valur er úr keppni í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir ótrúlegt tap gegn Rosenborg, 3-1, í síðari leik liðanna í Þrándheimi í kvöld. Rosenborg er því komið áfram og mætir Celtic í næstu umferð en Valur mætir Santa Coloma í Evrópudeildina. Miðpunkturinn var þó dómari leiksins. Valsmenn spiluðu vel í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel og heimamenn sköpuðu sér ekki mörg færi. Þeir reyndu mikið að koma með fyrirgjafir sem Valsmenn réðu vel við. Sóknarlega gátu Valsmenn hins vegar gert betur. Þeir fengu mörg góð upphlaup en náðu illa að tengja saman síðustu sendinguna við mark Rosenborg og því fór sem fór. Markalaust í hálfleik og útlitið gott. Það var hins vegar á tíundu mínútu síðari hálfleiks er fyrsta markið kom. Heimamenn fengu þá afar ódýra vítaspyrnu er boltinn átti að hafa farið í hönd Hauks Páls Sigurðssonar sem var með hendina alveg upp við líkamann. Stefan Apostolov, dómari leiksins frá Búlgaríu, lét sér fátt um finnast og benti á punktinn Valsmönnum til mikillar gremju. Daninn Nicklas Bendtner skoraði úr vítaspyrnunni fa miklu öryggi. Bendtner átti einnig stóran þátt í öðru marki Rosenborg á 72. mínútu. Hann gaf þá frábæra fyrirgjöf sem var flikkað á fjærstöngina þar sem Anders Trondsen var mættur og kom boltanum í autt markið. Staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn og þeir því komnir 2-0 yfir. Valsmenn þurftu þó bara eitt mark til þess að slá norsku meistarana úr leik og fara því áfram á útivallarmörkum því Rosenborg skoraði ekkert á Hlíðarenda. Íslandsmeistararnir reyndu hvað þeir gátu til þess að ná inn þessu einu marki og það tókst. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok en slakur dómari leiksins dæmdi ótrúlega vítaspyrnu á Rosenborg. Tvær ömurlegar ákvarðanir hjá honum og bíóið var ekki búið. Í uppbótartíma fóru Niclas Bendtner upp í skallaeinvígi við Arnar Svein sem endaði með því að dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnu leiksins við litla hrifningu Valsmanna. Aftur steg á Bendtner á punktinn en nú varði Anton Ari bolton í slá og inn. Lokatölur 3-1 og Rosenborg áfram og mæta þar Celtic en Valur er úr leik. Þeir fara þó í Evrópudeildina og mætir liði frá Andorra, Santa Coloma. Meistaradeild Evrópu
Valur er úr keppni í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir ótrúlegt tap gegn Rosenborg, 3-1, í síðari leik liðanna í Þrándheimi í kvöld. Rosenborg er því komið áfram og mætir Celtic í næstu umferð en Valur mætir Santa Coloma í Evrópudeildina. Miðpunkturinn var þó dómari leiksins. Valsmenn spiluðu vel í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel og heimamenn sköpuðu sér ekki mörg færi. Þeir reyndu mikið að koma með fyrirgjafir sem Valsmenn réðu vel við. Sóknarlega gátu Valsmenn hins vegar gert betur. Þeir fengu mörg góð upphlaup en náðu illa að tengja saman síðustu sendinguna við mark Rosenborg og því fór sem fór. Markalaust í hálfleik og útlitið gott. Það var hins vegar á tíundu mínútu síðari hálfleiks er fyrsta markið kom. Heimamenn fengu þá afar ódýra vítaspyrnu er boltinn átti að hafa farið í hönd Hauks Páls Sigurðssonar sem var með hendina alveg upp við líkamann. Stefan Apostolov, dómari leiksins frá Búlgaríu, lét sér fátt um finnast og benti á punktinn Valsmönnum til mikillar gremju. Daninn Nicklas Bendtner skoraði úr vítaspyrnunni fa miklu öryggi. Bendtner átti einnig stóran þátt í öðru marki Rosenborg á 72. mínútu. Hann gaf þá frábæra fyrirgjöf sem var flikkað á fjærstöngina þar sem Anders Trondsen var mættur og kom boltanum í autt markið. Staðan orðin 2-0 fyrir heimamenn og þeir því komnir 2-0 yfir. Valsmenn þurftu þó bara eitt mark til þess að slá norsku meistarana úr leik og fara því áfram á útivallarmörkum því Rosenborg skoraði ekkert á Hlíðarenda. Íslandsmeistararnir reyndu hvað þeir gátu til þess að ná inn þessu einu marki og það tókst. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok en slakur dómari leiksins dæmdi ótrúlega vítaspyrnu á Rosenborg. Tvær ömurlegar ákvarðanir hjá honum og bíóið var ekki búið. Í uppbótartíma fóru Niclas Bendtner upp í skallaeinvígi við Arnar Svein sem endaði með því að dómari leiksins dæmdi þriðju vítaspyrnu leiksins við litla hrifningu Valsmanna. Aftur steg á Bendtner á punktinn en nú varði Anton Ari bolton í slá og inn. Lokatölur 3-1 og Rosenborg áfram og mæta þar Celtic en Valur er úr leik. Þeir fara þó í Evrópudeildina og mætir liði frá Andorra, Santa Coloma.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti