Cardi B með flestar tilnefningar til myndbandaverðlauna MTV Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 17. júlí 2018 15:56 Cardi B er með flestar tilnefningar Vísir/Getty Tilnefningar til MTV myndbandaverðlaunanna hafa verið kynntar og er það en verðlaunin verða veitt þann 20.ágúst næstkomandi í Radio City Music Hall. Söngkonan Cardi B er með flestar tilnefningar eða 10 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd fyrir myndband ársins, listamaður ársins og lag ársins. Hjónakornin Beyoncé og Jay-Z fylgja fast á hæla Cardi B en þau eru með 8 tilnefningar. Childish Gambino og Drake eru þar næstir með sjö tilnefningar hvor. Þar á eftir koma Bruno Mars með sex tilnefningar og Ariana Grande og Camila Cabello eru með fimm tilnefningar báðar.Myndband Childish Gambino við lagið This is America er meðal annars tilnefnt í flokknum tónlistarmyndband ársins og sem besta myndband með skilaboð. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli en þar er vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum. Tónlistarmaðurinn Drake er einnig tilnefndur fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið sitt God‘s Plan. Þar sést Drake heilsa upp á aðdáendur sína, gefa peninga til góðgerðarmálefna og gefa börnum leikföng.Söngkonan Camila Cabelo er meðal annars tilnefnd í flokknum lag ársins fyrir lagið sitt Havana. Myndbandið við það lag byrjar eins og spænsk sápuópera með tilheyrandi dramatík. Það er ekki fyrr en tvær og hálf mínúta er búin af myndbandinu að lagið sjálft byrjar að heyrast.Lista yfir allar tilnefningarnar má finna hér. Menning Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tilnefningar til MTV myndbandaverðlaunanna hafa verið kynntar og er það en verðlaunin verða veitt þann 20.ágúst næstkomandi í Radio City Music Hall. Söngkonan Cardi B er með flestar tilnefningar eða 10 talsins. Hún er meðal annars tilnefnd fyrir myndband ársins, listamaður ársins og lag ársins. Hjónakornin Beyoncé og Jay-Z fylgja fast á hæla Cardi B en þau eru með 8 tilnefningar. Childish Gambino og Drake eru þar næstir með sjö tilnefningar hvor. Þar á eftir koma Bruno Mars með sex tilnefningar og Ariana Grande og Camila Cabello eru með fimm tilnefningar báðar.Myndband Childish Gambino við lagið This is America er meðal annars tilnefnt í flokknum tónlistarmyndband ársins og sem besta myndband með skilaboð. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli en þar er vakin athygli á faraldri byssuofbeldis í Bandaríkjunum, lögregluofbeldi og fleiri samfélagslegum vandamálum. Tónlistarmaðurinn Drake er einnig tilnefndur fyrir tónlistarmyndband ársins við lagið sitt God‘s Plan. Þar sést Drake heilsa upp á aðdáendur sína, gefa peninga til góðgerðarmálefna og gefa börnum leikföng.Söngkonan Camila Cabelo er meðal annars tilnefnd í flokknum lag ársins fyrir lagið sitt Havana. Myndbandið við það lag byrjar eins og spænsk sápuópera með tilheyrandi dramatík. Það er ekki fyrr en tvær og hálf mínúta er búin af myndbandinu að lagið sjálft byrjar að heyrast.Lista yfir allar tilnefningarnar má finna hér.
Menning Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira