Vottunarfyrirtækið ASC hnýtir í fiskeldisstarfsemi í Tálknafirði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2018 08:00 Arnarlax er með nokkur eldissvæði, þar á meðal í Tálknafirði, þar sem vottunarferli stendur yfir. Vísir/pjetur „Þær hrugga ekki mikið við okkur, yfirlýsingar þessara níu veitingahúsa um að þau hyggist kaupa fisk frá einstaka fyrirtækjum en ekki öðrum,“ segi Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisfyrirtækja, í tilefni fréttar í Fréttablaðinu í gær af veitingahúsum sem auglýsa við innganginn að þau bjóði ekki lax úr sjókvíaeldi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vörum af þessu tagi hér innanlands og fyrirtækin eru að reyna að anna þeirri eftirspurn. Það líður varla sá dagur að ekki sé haft samband við okkar fyrirtæki og óskað eftir viðskiptum, þessum fiski, hér innanlands,“ segir Einar og bætir við: „Langmestur hluti þessarar framleiðslu fer hins vegar til sölu á erlendum mörkuðum enda markaðurinn heima frekar smár í sniðum.“ Einar segir að á undanförnum árum hafi fiskeldi farið úr því að vera einungis lítill hluti sjávarvöruframleiðslu en sé í meirihluta þess í dag. Laxaframleiðslan sjálf fari í 99 prósentum tilvika fram í sjókvíum og eftirspurnin sé mikil.Sjá einnig: Veitingahús á móti sjókvíaeldi „Fyrirtækin hér sem selja til útlanda eru að selja til stórra verslanakeðja, eins og til dæmis Whole Foods í Bandaríkjunum, sem setja ströng umhverfisskilyrði og kaupa ekki vöru nema hún sé vottuð í bak og fyrir og stöðlum þeirra um sjálfbærni sé fylgt. Þessar vottanir koma ofan á þær reglur sem settar eru hér innanlands og eru í mörgum tilvikum enn þá strangari.“ Aðspurður um vottunarferlið segir Einar að viðurkennd vottunarfyrirtæki annist vottunina sem byggi á tilteknum stöðlum og ferlið sé tímafrekt. Skyldurnar séu strangar og fyrirtækin væru ekki að sækjast eftir henni nema þau væru tilbúin til að uppfylla þær. Vottunin sem þessi fyrirtæki eru að sækjast eftir í laxeldinu, veitir ekki eingöngu líffræðilega vottun heldur þurfa fyrirtækin einnig að uppfylla ýmis önnur skilyrði, til dæmis um árlega opna upplýsingafundi um starfsemi sína.Einar K Guðfinnsson, talsmaður Landssambands fiskeldisfyrirtækja.Vísir/GVAArnarlax er eitt þeirra fyrirtækja sem er að óska eftir alþjóðlegri ASC-vottun. Félagið ASC vottar samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu og fylgir ítarlegum stöðlum. „Þetta er uppbyggingarferli gæðakerfis hjá Arnarlax og þessi staðall vottar sjálfbærni fiskeldis og það að það sé eins umhverfisvænt og það getur orðið,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, matvælafræðingur hjá Arnarlaxi. Nú stendur yfir vottunarferli vegna eldisins í Tálknafirði og í kjölfarið fara hin eldissvæði fyrirtækisins í gegnum sama ferli. Hinn 4. júlí síðastliðinn birti ASC skýrsludrög þar sem gerðar eru athugasemdir við ýmsa þætti í framleiðsluferli fyrirtækisins sem uppfylla ekki skilyrði vottunarinnar. Dauði fugla og annarra dýra í návígi eldisins er tíðari en staðlar vottunarinnar leyfa og engar upplýsingar liggja fyrir um viðbrögð eða fyrirbyggjandi aðgerðir fyrirtækisins til að koma í veg fyrir fleiri slík tilvik. Tíðni óútskýrðs laxadauða (22 prósent hjá Arnarlaxi) er einnig of há til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans. Þá fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið og skortur er á að áhrif hans á villta laxastofninn hafi verið rannsökuð. Öryggisáætlunum um borð í þjónustubátum við eldið er einnig ábótavant; þær ýmist ekki fyrir hendi eða ekki aðgengilegar. Skýrslan er aðgengileg á vef ASC og öllum er frjálst að gera athugasemdir við hana til 27. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54 Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Þær hrugga ekki mikið við okkur, yfirlýsingar þessara níu veitingahúsa um að þau hyggist kaupa fisk frá einstaka fyrirtækjum en ekki öðrum,“ segi Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður Landsambands fiskeldisfyrirtækja, í tilefni fréttar í Fréttablaðinu í gær af veitingahúsum sem auglýsa við innganginn að þau bjóði ekki lax úr sjókvíaeldi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir vörum af þessu tagi hér innanlands og fyrirtækin eru að reyna að anna þeirri eftirspurn. Það líður varla sá dagur að ekki sé haft samband við okkar fyrirtæki og óskað eftir viðskiptum, þessum fiski, hér innanlands,“ segir Einar og bætir við: „Langmestur hluti þessarar framleiðslu fer hins vegar til sölu á erlendum mörkuðum enda markaðurinn heima frekar smár í sniðum.“ Einar segir að á undanförnum árum hafi fiskeldi farið úr því að vera einungis lítill hluti sjávarvöruframleiðslu en sé í meirihluta þess í dag. Laxaframleiðslan sjálf fari í 99 prósentum tilvika fram í sjókvíum og eftirspurnin sé mikil.Sjá einnig: Veitingahús á móti sjókvíaeldi „Fyrirtækin hér sem selja til útlanda eru að selja til stórra verslanakeðja, eins og til dæmis Whole Foods í Bandaríkjunum, sem setja ströng umhverfisskilyrði og kaupa ekki vöru nema hún sé vottuð í bak og fyrir og stöðlum þeirra um sjálfbærni sé fylgt. Þessar vottanir koma ofan á þær reglur sem settar eru hér innanlands og eru í mörgum tilvikum enn þá strangari.“ Aðspurður um vottunarferlið segir Einar að viðurkennd vottunarfyrirtæki annist vottunina sem byggi á tilteknum stöðlum og ferlið sé tímafrekt. Skyldurnar séu strangar og fyrirtækin væru ekki að sækjast eftir henni nema þau væru tilbúin til að uppfylla þær. Vottunin sem þessi fyrirtæki eru að sækjast eftir í laxeldinu, veitir ekki eingöngu líffræðilega vottun heldur þurfa fyrirtækin einnig að uppfylla ýmis önnur skilyrði, til dæmis um árlega opna upplýsingafundi um starfsemi sína.Einar K Guðfinnsson, talsmaður Landssambands fiskeldisfyrirtækja.Vísir/GVAArnarlax er eitt þeirra fyrirtækja sem er að óska eftir alþjóðlegri ASC-vottun. Félagið ASC vottar samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu og fylgir ítarlegum stöðlum. „Þetta er uppbyggingarferli gæðakerfis hjá Arnarlax og þessi staðall vottar sjálfbærni fiskeldis og það að það sé eins umhverfisvænt og það getur orðið,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, matvælafræðingur hjá Arnarlaxi. Nú stendur yfir vottunarferli vegna eldisins í Tálknafirði og í kjölfarið fara hin eldissvæði fyrirtækisins í gegnum sama ferli. Hinn 4. júlí síðastliðinn birti ASC skýrsludrög þar sem gerðar eru athugasemdir við ýmsa þætti í framleiðsluferli fyrirtækisins sem uppfylla ekki skilyrði vottunarinnar. Dauði fugla og annarra dýra í návígi eldisins er tíðari en staðlar vottunarinnar leyfa og engar upplýsingar liggja fyrir um viðbrögð eða fyrirbyggjandi aðgerðir fyrirtækisins til að koma í veg fyrir fleiri slík tilvik. Tíðni óútskýrðs laxadauða (22 prósent hjá Arnarlaxi) er einnig of há til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans. Þá fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið og skortur er á að áhrif hans á villta laxastofninn hafi verið rannsökuð. Öryggisáætlunum um borð í þjónustubátum við eldið er einnig ábótavant; þær ýmist ekki fyrir hendi eða ekki aðgengilegar. Skýrslan er aðgengileg á vef ASC og öllum er frjálst að gera athugasemdir við hana til 27. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54 Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00 Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Undir yfirborðinu „ekki heimildarmynd“ að mati Einars Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldsstöðva, segir að kvikmyndin Undir yfirborðinu sé ekki "heimildarmynd“ í þeim skilningi orðsins. 14. maí 2018 08:54
Veitingahús á móti sjókvíaeldi Nokkur veitingahús í Reykjavík sniðganga lax úr sjókvíaeldi og taka þátt í baráttu gegn slíkri framleiðslu. Hrefna Sætran, kokkur og veitingahúsaeigandi, segir viðskiptavini sína spá í hvaðan fiskurinn kemur. 16. júlí 2018 08:00
Starfsleyfi gefið út fyrir fiskeldi á Fáskrúðsfirði Ein umsögn barst þar sem þess var krafist að leyfisveitingunni yrði hafnað. 3. júlí 2018 09:45