Kitlar í tærnar að byrja aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Dagný Brynjarsdóttir með frumburðinn. Drengurinn kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það gekk allt vel og ég held að ég gæti ekki haft það betra. Mér er sagt að þetta sé draumabarn. Hann er mjög góður og það heyrist varla í honum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir um lífið eftir að fyrsta barn hennar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Dagný var dugleg að æfa á meðgöngunni og eftir að drengurinn fæddist. Meiðsli í spjaldhrygg hafa þó látið á sér kræla. „Mér líður vel og er búin að vera að æfa. Ég finn reyndar enn aðeins til aftan í spjaldhryggnum þar sem ég meiddist í fyrra,“ segir Dagný sem æfði með karla- og kvennaliðum Selfoss á meðgöngunni. „Þegar ég var komin á þrettándu viku hætti ég að æfa með meistaraflokki karla og fór að æfa með stelpunum. Ég mætti einu sinni til tvisvar í viku þangað til á 30. viku. Svo fæddi ég á 36. viku. Ég lyfti þrisvar í viku og æfði í heildina 5-6 sinnum í viku á meðgöngunni,“ segir Dagný. Rangæingurinn var svo fljót að byrja að æfa á ný eftir að drengurinn kom í heiminn. „Ég byrjaði að fara út í göngutúra fjórum dögum eftir að ég átti og gerði það og styrktaræfingar heima fyrstu 10 dagana,“ segir Dagný. „Mig langaði svo í fótbolta á meðgöngunni. Eftir að hann fæddist var maður ekki jafn spenntur en nú er mann farið að kitla mikið í tærnar.“Dagný í búningi Portland ThornsPortland ThornsÞann 1. september næstkomandi mætir Ísland Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM 2019. Íslenska liðið er á toppi síns riðils með 16 stig, einu stigi meira en það þýska, og með sigri í leiknum á Laugardalsvellinum tryggja Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Jafntefli myndi líka henta Íslandi vel en þá þyrfti liðið að vinna Tékkland þremur dögum síðar til að tryggja farseðilinn til Frakklands þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Um einn og hálfur mánuður er í Þýskalandsleikinn og Dagný er hóflega bjartsýn að ná honum og vonast að sjálfsögðu til þess. „Auðvitað horfi ég á það og mér líður vel í líkamanum. Ég nenni ekki að byrja og verða verri í spjaldhryggnum. Ég veit að um leið og ég verð góð þar verð ég góð til að spila. Ég finn ekki fyrir þessu nema þegar ég geri of mikið. Ég er ágætlega bjartsýn,“ segir Dagný. „Ef ég verð ekki valin hef ég enga ástæðu til að vera fúl af því að ég veit að ég hafði bara 11 vikur. En auðvitað kitlar það að taka þátt í þessu.“ Dagný lék með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni 2016 og 2017 og varð meistari með liðinu síðara árið. Samningur hennar við Portland er útrunninn en félagið hefur áhuga á að halda Dagnýju.Sjá einnig: Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár „Ég var orðin samningslaus. Ég var að fara að skrifa undir þegar ég komst að því að ég var ólétt. Þau eru búin að vera í góðu sambandi við mig,“ segir Dagný og bætir við að lið í Svíþjóð hafi sett sig í samband og viljað fá hana til að spila seinni hluta tímabilsins þar í landi. Hún hafi hins vegar hafnað þeim tilboðum og stefnir á að spila erlendis eftir áramót. „Ég stefni á að fara út eftir áramót. Það er spennandi að fara til Portland því ég þekki umhverfið og allt þar. En það er erfitt að segja. Núna þarf að maður að hugsa um fleiri en mann sjálfan. Núna horfi ég kannski meira á samningana heldur en ég hef gert,“ segir Dagný. Svo gæti farið að hún klári tímabilið í Pepsi-deildinni með Selfossi sem hún lék með 2014 og 2015. „Ég er í viðræðum við Selfoss og vonandi næ ég einhverjum leikjum í Pepsi-deildinni,“ segir Dagný sem samdi við Selfoss í gærkvöldi. „Auðvitað vonast ég til að spila í ágúst og auðvitað langaði mig að spila í júlí en á meðan ég finn til í spjaldhryggnum er ég ekki að fara að gera það,“ segir Dagný að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjá meira
„Það gekk allt vel og ég held að ég gæti ekki haft það betra. Mér er sagt að þetta sé draumabarn. Hann er mjög góður og það heyrist varla í honum,“ segir Dagný Brynjarsdóttir um lífið eftir að fyrsta barn hennar kom í heiminn fyrir rúmum mánuði. Dagný var dugleg að æfa á meðgöngunni og eftir að drengurinn fæddist. Meiðsli í spjaldhrygg hafa þó látið á sér kræla. „Mér líður vel og er búin að vera að æfa. Ég finn reyndar enn aðeins til aftan í spjaldhryggnum þar sem ég meiddist í fyrra,“ segir Dagný sem æfði með karla- og kvennaliðum Selfoss á meðgöngunni. „Þegar ég var komin á þrettándu viku hætti ég að æfa með meistaraflokki karla og fór að æfa með stelpunum. Ég mætti einu sinni til tvisvar í viku þangað til á 30. viku. Svo fæddi ég á 36. viku. Ég lyfti þrisvar í viku og æfði í heildina 5-6 sinnum í viku á meðgöngunni,“ segir Dagný. Rangæingurinn var svo fljót að byrja að æfa á ný eftir að drengurinn kom í heiminn. „Ég byrjaði að fara út í göngutúra fjórum dögum eftir að ég átti og gerði það og styrktaræfingar heima fyrstu 10 dagana,“ segir Dagný. „Mig langaði svo í fótbolta á meðgöngunni. Eftir að hann fæddist var maður ekki jafn spenntur en nú er mann farið að kitla mikið í tærnar.“Dagný í búningi Portland ThornsPortland ThornsÞann 1. september næstkomandi mætir Ísland Þýskalandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni HM 2019. Íslenska liðið er á toppi síns riðils með 16 stig, einu stigi meira en það þýska, og með sigri í leiknum á Laugardalsvellinum tryggja Íslendingar sér sæti í lokakeppni HM í fyrsta sinn. Jafntefli myndi líka henta Íslandi vel en þá þyrfti liðið að vinna Tékkland þremur dögum síðar til að tryggja farseðilinn til Frakklands þar sem heimsmeistaramótið fer fram. Um einn og hálfur mánuður er í Þýskalandsleikinn og Dagný er hóflega bjartsýn að ná honum og vonast að sjálfsögðu til þess. „Auðvitað horfi ég á það og mér líður vel í líkamanum. Ég nenni ekki að byrja og verða verri í spjaldhryggnum. Ég veit að um leið og ég verð góð þar verð ég góð til að spila. Ég finn ekki fyrir þessu nema þegar ég geri of mikið. Ég er ágætlega bjartsýn,“ segir Dagný. „Ef ég verð ekki valin hef ég enga ástæðu til að vera fúl af því að ég veit að ég hafði bara 11 vikur. En auðvitað kitlar það að taka þátt í þessu.“ Dagný lék með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni 2016 og 2017 og varð meistari með liðinu síðara árið. Samningur hennar við Portland er útrunninn en félagið hefur áhuga á að halda Dagnýju.Sjá einnig: Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár „Ég var orðin samningslaus. Ég var að fara að skrifa undir þegar ég komst að því að ég var ólétt. Þau eru búin að vera í góðu sambandi við mig,“ segir Dagný og bætir við að lið í Svíþjóð hafi sett sig í samband og viljað fá hana til að spila seinni hluta tímabilsins þar í landi. Hún hafi hins vegar hafnað þeim tilboðum og stefnir á að spila erlendis eftir áramót. „Ég stefni á að fara út eftir áramót. Það er spennandi að fara til Portland því ég þekki umhverfið og allt þar. En það er erfitt að segja. Núna þarf að maður að hugsa um fleiri en mann sjálfan. Núna horfi ég kannski meira á samningana heldur en ég hef gert,“ segir Dagný. Svo gæti farið að hún klári tímabilið í Pepsi-deildinni með Selfossi sem hún lék með 2014 og 2015. „Ég er í viðræðum við Selfoss og vonandi næ ég einhverjum leikjum í Pepsi-deildinni,“ segir Dagný sem samdi við Selfoss í gærkvöldi. „Auðvitað vonast ég til að spila í ágúst og auðvitað langaði mig að spila í júlí en á meðan ég finn til í spjaldhryggnum er ég ekki að fara að gera það,“ segir Dagný að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47 Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00 Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjá meira
Dagný í Selfoss Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð. 16. júlí 2018 21:47
Táraðist næstum því í leikslok eftir ógeðslega erfitt ár Dagný Brynjarsdóttir vann sinn ellefta stóra titil á ferlinum um helgina þegar hún varð bandarískur meistari með Portland Thorns. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem verður bandarískur meistari í fótbolta. 16. október 2017 06:00
Þjálfarinn hló ekki að brandara Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum þótt að hún vilji sjálf helst vera inn á miðjunni. 16. október 2017 07:30