Fótbolti

Ronaldo: Mikilvægt skref á ferlinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo er hann mætti til vinnu í dag.
Ronaldo er hann mætti til vinnu í dag. vísir/getty
Cristiano Ronaldo sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem leikmaður Juventus í dag. Hann vonast til að geta tekið Juventus á næsta stig.

„Ég er enn ungur og mér hefur alltaf líkað vel við nýjar áskoranir. Frá Sporting til Manchester, til Real og núna Juventus. Þetta eru áskoranir og ég er undirbúinn. Hlutirnir munu ganga vel,” sagði Ronaldo.

„Á þessum tímapunkti á mínum ferli og spila fyrir eins stórt lið og Juventus gerir mig ánægðann. Ég þakka Juventus fyrir það frábæra tækifæri fyrir mig.”

„Þetta er skref fram á við á mínum ferli. Það er engin tilviljun að þeir hafa unnið deildina síðustu sjö ár. Þetta er eitt besta lið í heim og var auðvelt val fyrir mig. Þetta var mikilvægt skref á mínum ferli.”

Aðspurður á blaðamannafundinum hvort að hann hafi fundið sér nýjasta óvin sinn en mikið var rætt um baráttu Ronaldo og Lionel Messi á Spáni. Ronaldo sér þetta ekki sömu augum.

„Þetta er mjög áhugaverð áskorun. Ég sé ekki aðra leikmenn sem óvini. Auðvitað viljum við vinna, við munum reyna vinna alla leiki og það er stóra áskorunin fyrir okkur.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×