Síminn telur litla alvöru í milljarða kröfu Sýnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 16:42 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Vilhelm Síminn telur litla alvöru í kröfu Sýnar, sem á og rekur Vodafone, um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem Sýn telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum vegna skaðabótakröfu Sýnar sem fjallað var um fyrr í dag. Greint var frá því í tilkynningu frá Sýn að fyrirtækið hefði sent Símanum bréf með skaðabótakröfu upp á 1,9 milljarð króna í það minnsta vegna niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að stöðva dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir á kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að fyrirtækinu hafi ekki enn birst skaðabótakrafa Vodafone og að tilkynning um þá kröfu hafi einungis verið send á Kauphöll og til fjölmiðla. „Sem sýnir hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone,“ segir í tilkynningu Símans. Síminn telur þessar kröfur Vodafone fráleitar og segist ósammála niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnunar um að lög hafi verið brotin og ætlar fyrirtækið að kæra þá niðurstöðu til héraðsdóms. Heldur Síminn því fram að Vodafone sé í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hafi bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn á því tímabili sem Vodafone heldur fram að það hafi orðið fyrir skaða. Síminn heldur því fram að krafa Vodafone sé til þess eins að valda skaða og „gæti ekki verið fáránlegri“.Tilkynningu Símans í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:Í fjölmiðlum og í Kauphöll hefur frést að Vodafone hyggist gera himinháar skaðabótakröfur á hendur Símanum vegna meintra brota Símans á 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Í fyrsta lagi skal tekið fram, sem fyrr, að Síminn er ósammála því að þar hafi verið nokkuð brot og mun kæra fyrrgreinda niðurstöðu PFS til héraðsdóms. Það skiptir þó ekki máli í þessu tilfelli, þar sem kröfur Vodafone eru fráleitar óháð úrskurði PFS og er hafnað sem gjörsamlega tilhæfulausum. Lögfræðilega getur ekki verið heil brú í kröfunum og þær virðast augljóslega settar fram gegn betri vitund. Ástæðan er sú, að hið meinta brot Símans á fjölmiðlalögum fólst ekki í að semja ekki við Vodafone um að afhenda Vodafone efni Símans til fénýtingar á þeim óaðgengilegu forsendum sem Vodafone setti fram. PFS tók sérstaklega fram í úrskurði sínum að Síminn hefði getað komist hjá hinu meinta broti með öðrum hætti en að semja við Vodafone, þannig að skaði Vodafone getur enginn verið, jafnvel ekki fræðilega. Slík leið, sk. OTT-leið (e. over-the-top), þ.e. sérstök sjónvarpslausn sem hægt er að nýta yfir hvaða internet tengingu sem er, verður einmitt farin á næstu vikum. Sýslumaðurinn í Reykjavík setti árið 2015 lögbann á Vodafone við ólöglegar upptökur félagsins á efni Símans og miðlun þess til viðskiptavina sinna í hagnaðarskyni. Héraðsdómur staðfesti lögbannið. Krafa Vodafone á hendur Símanum er því eins öfugsnúin og hugsast getur.Sem fyrr segir hafa kröfur Vodafone ekki enn birst Símanum heldur hefur eingöngu verið send tilkynning um þær á Kauphöll og til fjölmiðla, sem sýnir skýrt hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone. Vodafone er í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn í IPTV en Síminn á því tímabili, sem Vodafone fullyrðir ranglega að félagið hafi orðið fyrir skaða. Markaðsráðandi aðili sem dreifir dylgjum og órökstuddum óhróðri um minni keppinaut er augljóslega að misbeita markaðsráðandi stöðu sinni og reyna að valda minni keppinauti skaða. Slíkur skaði hefur þegar orðið, að minnsta kosti að hluta, þar sem eign hluthafa Símans hefur þegar rýrnað í verði við þessa fráleitu árásarsókn markaðsráðandi félags á opinberum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur Vodafone sýnt af sér nákvæmlega sömu hegðun árum saman og hið meinta brot Símans snýst um. Vodafone er sem fyrr segir í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur vísvitandi, skv. eigin lagatúlkun, brotið fjölmiðlalög um langa hríð. Krafan, sem Vodafone hefur nú auglýst í fjölmiðlum til þess eins að valda skaða, gæti því ekki verið fáránlegri.Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Síminn telur litla alvöru í kröfu Sýnar, sem á og rekur Vodafone, um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem Sýn telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum vegna skaðabótakröfu Sýnar sem fjallað var um fyrr í dag. Greint var frá því í tilkynningu frá Sýn að fyrirtækið hefði sent Símanum bréf með skaðabótakröfu upp á 1,9 milljarð króna í það minnsta vegna niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnun að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að stöðva dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir á kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að fyrirtækinu hafi ekki enn birst skaðabótakrafa Vodafone og að tilkynning um þá kröfu hafi einungis verið send á Kauphöll og til fjölmiðla. „Sem sýnir hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone,“ segir í tilkynningu Símans. Síminn telur þessar kröfur Vodafone fráleitar og segist ósammála niðurstöðu póst- og fjarskiptastofnunar um að lög hafi verið brotin og ætlar fyrirtækið að kæra þá niðurstöðu til héraðsdóms. Heldur Síminn því fram að Vodafone sé í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hafi bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn á því tímabili sem Vodafone heldur fram að það hafi orðið fyrir skaða. Síminn heldur því fram að krafa Vodafone sé til þess eins að valda skaða og „gæti ekki verið fáránlegri“.Tilkynningu Símans í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:Í fjölmiðlum og í Kauphöll hefur frést að Vodafone hyggist gera himinháar skaðabótakröfur á hendur Símanum vegna meintra brota Símans á 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga. Í fyrsta lagi skal tekið fram, sem fyrr, að Síminn er ósammála því að þar hafi verið nokkuð brot og mun kæra fyrrgreinda niðurstöðu PFS til héraðsdóms. Það skiptir þó ekki máli í þessu tilfelli, þar sem kröfur Vodafone eru fráleitar óháð úrskurði PFS og er hafnað sem gjörsamlega tilhæfulausum. Lögfræðilega getur ekki verið heil brú í kröfunum og þær virðast augljóslega settar fram gegn betri vitund. Ástæðan er sú, að hið meinta brot Símans á fjölmiðlalögum fólst ekki í að semja ekki við Vodafone um að afhenda Vodafone efni Símans til fénýtingar á þeim óaðgengilegu forsendum sem Vodafone setti fram. PFS tók sérstaklega fram í úrskurði sínum að Síminn hefði getað komist hjá hinu meinta broti með öðrum hætti en að semja við Vodafone, þannig að skaði Vodafone getur enginn verið, jafnvel ekki fræðilega. Slík leið, sk. OTT-leið (e. over-the-top), þ.e. sérstök sjónvarpslausn sem hægt er að nýta yfir hvaða internet tengingu sem er, verður einmitt farin á næstu vikum. Sýslumaðurinn í Reykjavík setti árið 2015 lögbann á Vodafone við ólöglegar upptökur félagsins á efni Símans og miðlun þess til viðskiptavina sinna í hagnaðarskyni. Héraðsdómur staðfesti lögbannið. Krafa Vodafone á hendur Símanum er því eins öfugsnúin og hugsast getur.Sem fyrr segir hafa kröfur Vodafone ekki enn birst Símanum heldur hefur eingöngu verið send tilkynning um þær á Kauphöll og til fjölmiðla, sem sýnir skýrt hversu lítil alvara er í kröfunum sjálfum af hálfu Vodafone. Vodafone er í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur bætt við sig mun fleiri viðskiptavinum en Síminn í IPTV en Síminn á því tímabili, sem Vodafone fullyrðir ranglega að félagið hafi orðið fyrir skaða. Markaðsráðandi aðili sem dreifir dylgjum og órökstuddum óhróðri um minni keppinaut er augljóslega að misbeita markaðsráðandi stöðu sinni og reyna að valda minni keppinauti skaða. Slíkur skaði hefur þegar orðið, að minnsta kosti að hluta, þar sem eign hluthafa Símans hefur þegar rýrnað í verði við þessa fráleitu árásarsókn markaðsráðandi félags á opinberum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur Vodafone sýnt af sér nákvæmlega sömu hegðun árum saman og hið meinta brot Símans snýst um. Vodafone er sem fyrr segir í markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir áskriftarsjónvarp og sjónvarpsdreifingu á Íslandi og hefur vísvitandi, skv. eigin lagatúlkun, brotið fjölmiðlalög um langa hríð. Krafan, sem Vodafone hefur nú auglýst í fjölmiðlum til þess eins að valda skaða, gæti því ekki verið fáránlegri.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Sjá meira
Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum. 13. júlí 2018 15:04