Sýn krefur Símann um að minnsta kosti 1,9 milljarða í skaðabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2018 15:04 Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar. Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum.Sjá einnig:Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. en þar segir að félagið krefjist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Einnig er krafist bóta fyrir það tjón sem félagið telur sig enn verða fyrir sem og fyrir það tjón sem Sýn telur að það eigi eftir að verða fyrir á tímabilinu frá því að Síminn „lætur af brotinu og þar til Sýn hefur unnið til baka þau viðskipti sem hafa tapast vegna brots Símans hf., en félagið telur fjárhæð þess ekki lægri en núvirði þess tjóns sem nú þegar er orðið,“ eisn og segir í tilkynningu. Hefur Sýn gefið Símanum fimmtán daga frest til þess að láta af broti sínu og gera upp skaðabætur miðað við þær forsendu sem krafa fyrirtækisins miðar við. „Sýn hf. hefur upplýst Símann hf. um að bregðist Síminn hf. ekki við til samræmis megi búast við að Sýn hf. höfði mál án frekari fyrirvara til heimtu bóta vegna tjónsins sem telst orðið 30. júní 2018 og áskilið sér allan rétt til höfðunar frekari mála vegna þess tjóns sem síðar kemur fram eða ekki telst enn ótímabært að meta. Reynist Sýn hf. nauðsynlegt að höfða mál til heimtu krafna sinna kemur að endingu í hlut dómstóla að dæma um þær,“ segir í tilkynningu Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf. Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sýn hf. hefur sent Símanum hf. bréf með kröfu um greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna þeirra aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að niðurstöðu um að hafi falið í sér brot á fjölmiðlalögum.Sjá einnig:Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn hf. en þar segir að félagið krefjist bóta fyrir það tjón sem það telur sig hafa orðið fyrir á tímabilinu 15. október 2015 til 30. júní 2018, eða sem svarar til rúmlega 1,9 milljarða króna. Einnig er krafist bóta fyrir það tjón sem félagið telur sig enn verða fyrir sem og fyrir það tjón sem Sýn telur að það eigi eftir að verða fyrir á tímabilinu frá því að Síminn „lætur af brotinu og þar til Sýn hefur unnið til baka þau viðskipti sem hafa tapast vegna brots Símans hf., en félagið telur fjárhæð þess ekki lægri en núvirði þess tjóns sem nú þegar er orðið,“ eisn og segir í tilkynningu. Hefur Sýn gefið Símanum fimmtán daga frest til þess að láta af broti sínu og gera upp skaðabætur miðað við þær forsendu sem krafa fyrirtækisins miðar við. „Sýn hf. hefur upplýst Símann hf. um að bregðist Síminn hf. ekki við til samræmis megi búast við að Sýn hf. höfði mál án frekari fyrirvara til heimtu bóta vegna tjónsins sem telst orðið 30. júní 2018 og áskilið sér allan rétt til höfðunar frekari mála vegna þess tjóns sem síðar kemur fram eða ekki telst enn ótímabært að meta. Reynist Sýn hf. nauðsynlegt að höfða mál til heimtu krafna sinna kemur að endingu í hlut dómstóla að dæma um þær,“ segir í tilkynningu Sýnar.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Tengdar fréttir Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07 Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26 Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum vegna lögbrots Símans Sýn hf. hyggst kanna hvort að fyrirtækið eigi rétt á skaðabótum þar sem Síminn braut fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu, Mílu. 3. júlí 2018 20:07
Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Póst- og fjarskiptastofnun sektaði Símann um níu milljónir króna en hámarkssekt fyrir brot af þessu tagi er tíu milljónir. 3. júlí 2018 16:26
Síminn segir ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vonbrigði Síminn telur ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við fjölmiðlalög vonbrigði, skaðlega fyrir samkeppni á markaði og að hún vinni gegn nýsköpun í íslenskri sjónvarpsframleiðslu. 3. júlí 2018 22:15