Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:00 Antonio Conte kyssir hér Englandsbikarinn vorið 2017. Vísir/Getty Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ??? Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ???
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22
Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00