Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:00 Antonio Conte kyssir hér Englandsbikarinn vorið 2017. Vísir/Getty Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ??? Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið „stuttu“ síðar.BBC fór vel yfir þessa þróun mála í morgun eftir að Chelsea tilkynnti formlega um það að félagið væri búið að reka Antonio Conte. Antonio Conte er þó kominn í hóp með þeim Claudio Ranieri, Jose Mourinho, Alex Ferguson, Roberto Mancini og Carlo Ancelotti sem allir voru búnir að missa starfið ári eftir að þeir unnu enska meistaratitilinn. Sir Alex Ferguson sker sig þó úr enda ákvað hann að hætta sjálfur með lið Manchester United eftir liðið vann titilinn undir hans vorið 2013. Frá tímabilinu 2009-10 þá hafa aðeins tveir meistaraþjálfarar lifað lengur en tvö ár í starfi eftir að þeir handléku Englandsbikarinn. Það eru Ferguson (2010-11) og Manuel Pellegrini eftir að hann gerði Manchester City að enskum meisturum 2013-14. Stjórasætið hefur verið sérstaklega heitt hjá Chelsea en Conte er þriðji stjóri félagsins á síðustu átta árum sem þurft hefur að taka pokann sinn áður en meira en ár var liðið frá því að hann gerði félagið að enskum meisturum. Þetta er líka mikil breyting frá því sem áður var. Fyrstu sautján tímabil ensku úrvalsdeildarinnar, eða til ársins 2009, þá hætti enginn stjóri með lið sitt ári eftir að hann gerði það að enskum meisturum. Meistarastjórarnir voru hinsvegar ekki margir á þessum tíma eða aðeins fjórir: Ferguson hjá United (11 titlar), Arsene Wenger hjá Arsenal (þrír titlar), Mourinho hjá Chelsea (tveir titlar) og Kenny Dalglish hjá Blackburn (einn titill).Meistaraþjálfarar og framhald þeirra hjá félaginu:2009-10 Carlo Ancelotti (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2010-11 Alex Ferguson (Man. United) - Stýrði liðinu í tvö ár og hætti svo sjálfur2011-12 Roberto Mancini (Man. City) - Rekinn í lok næsta tímabils2012-13 Alex Ferguson (Man. United) - Hætti sjálfur eftir tímabilið 2013-14 Manuel Pellegrini (Man. City) - Var með liðið í tvö ár til viðbótar2014-15 Jose Mourinho (Chelsea) - Rekinn í desember2015-16 Claudio Ranieri (Leicester) - Rekinn í febrúar2016-17 Antonio Conte (Chelsea) - Rekinn í lok næsta tímabils 2017-18 Pep Guardiola (Man. City) - ???
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22 Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Sjá meira
Chelsea „loksins“ búið að reka Antonio Conte Antonio Conte er ekki lengur knattspyrnustjóri Chelsea en verst geymda leyndarmál evrópska fótboltans hefur nú verið staðfest í ítölskum og enskum miðlum. 12. júlí 2018 14:22
Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi. 13. júlí 2018 10:00