Enski boltinn

Conte fékk bara þriggja línu kveðju frá Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte vann ensku deildina á sínu fyrsta tímabili.
Antonio Conte vann ensku deildina á sínu fyrsta tímabili. Vísir/Getty
Chelsea tilkynnti starfslok Antonio Conte inn á heimasíðu sinni í dag en ítalski knattspyrnustjórinn fékk þó ekki langa kveðju frá félaginu sem hann gerði bæði að Englandsmeisturum og enskum bikarmeisturum á tveimur árum í starfi.



Antonio Conte fékk bara þriggja línu og 60 orða kveðju frá Chelsea. Hún leit þannig út þýdd á íslensku.

„Leiðir hafa nú skilið hjá Chelsea Football Club og Antonio Conte. Á meðan Antonio var hjá klúbbnum þá unnum við sjötta enska titilinn okkar og bikarkeppnina í áttunda sinn. Á tímabilinu sem enski meistaratitilinn vannst þá sló liðið þáverandi met með því að vinna 30 leiki á 38 leikja tímabili ásamt því að setja félagsmet með þrettán sigurleikjum í röð. Við óskum þess að Antonio gangi vel á sínum ferli.“









Fréttatilkynning Chelsea á ensku:

Statement on Antonio Conte

Chelsea Football Club and Antonio Conte have parted company.

During Antonio’s time at the club, we won our sixth league title and eighth FA Cup. In the title winning season, the club set a then-record 30 wins in a 38-game Premier League season, as well as a club-record 13 consecutive league victories.

We wish Antonio every success in his future career








Fleiri fréttir

Sjá meira


×