Mátti litlu muna að björgun drengjanna yrði að stórslysi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 09:00 Aðstæður við björgun drengjanna í hellinum voru mjög erfiðar. vísir/ap Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Nýtt myndband sem taílenski sjóherinn birti á Facebook-síðu sinni í gær frá björgun fótboltastrákanna tólf og þjálfara þeirra sýnir vel við hversu erfiðar aðstæður björgunin fór fram. Í myndbandinu sjást kafarar inni í hellinum þar sem þeir gera sig klára til þess að kafa lengra inn eftir strákunum. Þeir eru með sterk ljós sem lýsa upp rýmið þar sem mikið myrkur var inni í hellnum og vatnið nær þeim upp að brjóstkassa. Foringjar úr taílenska sjóhernum hafa lýst því hversu litlu mátti muna að björgunin snerist upp í andhverfu sína og yrði að stórslysi. Í fyrstu töldu björgunarmenn að það yrði tiltölulega auðsótt að bjarga strákunum og þjálfara þeirra en mikil rigning sem fyllti hellinn hraðar en búist var við neyddi sjóherinn til að endurskipuleggja aðgerðir sínar.Ólíkur öllu öðru sem kafararnir hafa upplifað Kafarar úr hernum voru sendir inn í hellinn en leðja, þrengsli og mikið vatn komu í veg fyrir að þeir kæmust eitthvað áleiðis. „Hellirinn var ólíkur öllu öðru sem við höfum upplifað, því það var svo dimmt,“ segir Apakorn Youkongkaew, foringi í sjóhernum. Þá voru aðstæður í hellinum svo erfiðar að í 23 tíma missti herinn samband við tvö teymi kafara sem voru inni í hellinum. Auk þess þurfti öflugri pumpur og tæki til þess að dæla vatni út úr hellinum og fleiri sérþjálfaða kafara. Síðan var komið að björguninni sjálfri. Súrefnisstigið í hellinum var að verða eitrað svo björgunarliðið hafði minna en mánuð til að koma drengjunum út að sögn Youkongkaew. Ótti við að strákarnir myndu falla í dá vegna súrefnisskorts varð til þess að yfirvöld ákváðu að láta reyna á að koma þeim út. Það skipti einnig máli að von var á enn meiri rigningu.Fengu róandi fyrir ferðina út úr hellinum Allir tólf drengirnir voru með köfunargrímu sem náði yfir allt andlitið og var þeim fylgt út einum í einu af tveimur köfurum. Var einn kafari fyrir aftan drenginn og annar fyrir framan. Hver drengur var síðan fluttur á sjúkrabörur og vafinn í teppi þegar komið var á þurrt land. Yfirmaður hersins virtist staðfesta á blaðamannafundi í gær að drengjunum hafi verið gefið róandi fyrir ferðina út úr hellinum þegar hann sagði að sumir þeirra hafi mögulega sofið á leiðinni.Fréttir höfðu áður borist af því að bæði strákunum og þjálfara þeirra hefðu verið gefin róandi lyf til að koma í veg fyrir að þeir myndu fá kvíðakast á leiðinni úr hellinum. Strákarnir tólf og þjálfarinn þeirra eru enn í einangrun á sjúkrahúsi en myndbönd af þeim á spítalanum voru birt í gær. Þeir sjást með læknagrímur fyrir vitum og veifa í myndavélina til að sýna þakklæti sitt. Þá var birt myndband af foreldrum þeirra þar sem þeir stóðu með tárin í augunum á bak við glervegg og horfðu inn á drengina sína.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26 Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27 Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Þakkar þjálfaranum fyrir gott ástand drengjanna Læknir sem skoðað hefur drengina tólf og metið ástand þeirra eftir 17 daga dvöl í hellinum í Taílandi segir þá í góðu ástandi miðað við aðstæður. 11. júlí 2018 10:26
Rétt náðu að bjarga síðasta drengnum áður en dælan bilaði Ekki mátti miklu muna að björgun tælensku drengjanna, sem hírst höfðu í helli í rúmar 2 vikur, hefði farið út um þúfur. 11. júlí 2018 06:27
Með tárin í augunum þegar foreldrarnir fengu að sjá drengina á ný Foreldrar drengjannna sem fastir voru í hellinum í Taílandi í sautján daga fengu loksins að líta foreldra sína augum á ný. 11. júlí 2018 13:30