Hin fimm ára North West, dóttir athafnakonunnar Kim Kardashian og tónlistarmannsins Kanye West, leikur í auglýsingaherferð fyrir ítalska tískuhúsið Fendi. Fyrrnefnd móðir hennar, Kim, og Kris Jenner, amma North West, leika einnig í herferðinni.
Tilefni auglýsingaherferðinnar er tíu ára afmæli Peekaboo-töskunnar, tösku úr smiðju Fendi, en Kardashian-mæðgurnar sitja bæði fyrir á myndum fyrir tískuhúsið og leika í stuttmynd. Lag Kanye West, Love Lockdown, er spilað í myndinni þar sem mæðgurnar sjást hafa það huggulegt við sundlaug og ganga um akur í sólskininu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan hefur leitt saman hesta sína í auglýsingaherferðum. Kim og systur hennar Khloe, Kourtney, Kylie og Kendall sátu fyrir í auglýsingu tískuhússins Calvin Klein í fyrra.
Tíst Kim um Fendi-herferðina, ásamt broti úr téðri stuttmynd, má sjá hér að neðan.
North West í hátískuherferð ásamt móður sinni og ömmu
Tengdar fréttir
Sonur Kim og Kanye lagður inn á sjúkrahús
Saint West, sonur Kim Kardashian og Kanye West, var lagður inn á sjúkrahús yfir hátíðarnar.
Breytti Kim Kardashian í Jasmine úr Aladdin
Prinsessan Jasmine er ein allra vinsælasta persóna í Disney-mynd sem fram hefur komið. Jasmine birtist fyrst í teiknimyndinni Aladdin.
Kim Kardashian birtir fyrstu myndina af Chicago West
Hjónakornin Kim Kardashian og Kanye West eignuðust litla stúlku þann 15. janúar en stúlkan kom í heiminn með hjálp staðgöngumóður.