Innlent

Tvær tilkynningar um heimilisofbeldi í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm
Í nótt sinnti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tveimur útköllum vegna heimilisofbeldis, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Grafarholti. Meintir gerendur voru í kjölfarið handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mikið hafi verið um ölvun fólks í nótt því lögreglan fékk þó nokkrar tilkynningar um einstaklinga sem voru ofurölvi og ósjálfbjarga.

Grunaður um brot á vopnalögum

Fimm ökumenn voru stöðvaðir frá klukkan 22:43-04:37 í nótt í Kópavogi og Breiðholti og voru þeir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra er grunaður um að hafa valdið umferðaróhappi en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og þá er annar ökumaður grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

 

Fjórir handteknir grunaðir um ölvunarakstur

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir og handteknir við Nóatún, Bústaðaveg, Vesturgötu og Skeiðarvog frá klukkan 22:23-04:15 í gær. Þeir eru grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá er einn þeirra grunaður um vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×