„Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:00 Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30