Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 08:04 Fulltrúar minnihlutans funduðu í gær. Aðsend Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar „algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. Í tilkynningu frá minnihlutanum segir að hann hafi fundað í gær um það „neyðarástand“ sem nú ríki í málaflokknum. „Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að borgarstjórn og fagráð borgarinnar séu nú komin í sumarleyfi án þess að leysa vandann,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að minnihlutinn hafi óskað eftir aukafundi í velferðarráði í sumar svo að setja mætti þessi mál á dagskrá „í heild sinni“ eins og það er orðað. „Svörin voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst nk., á meðan eykst neyð heimilislausra með hverjum deginum.“Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að undanförnu að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Minnihlutinn segir í tilkynningu sinni að hann hafi sammælst um að grípa þurfi „strax til neyðarúrræða, hefjast handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar“ og hefur hann farið fram á aukafund í borgarráði í næstu viku. „Heimilislaust fólk fær ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum og þeirri angist sem fylgir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar „algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. Í tilkynningu frá minnihlutanum segir að hann hafi fundað í gær um það „neyðarástand“ sem nú ríki í málaflokknum. „Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að borgarstjórn og fagráð borgarinnar séu nú komin í sumarleyfi án þess að leysa vandann,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að minnihlutinn hafi óskað eftir aukafundi í velferðarráði í sumar svo að setja mætti þessi mál á dagskrá „í heild sinni“ eins og það er orðað. „Svörin voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst nk., á meðan eykst neyð heimilislausra með hverjum deginum.“Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að undanförnu að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Minnihlutinn segir í tilkynningu sinni að hann hafi sammælst um að grípa þurfi „strax til neyðarúrræða, hefjast handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar“ og hefur hann farið fram á aukafund í borgarráði í næstu viku. „Heimilislaust fólk fær ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum og þeirri angist sem fylgir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22
Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38