Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 08:04 Fulltrúar minnihlutans funduðu í gær. Aðsend Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar „algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. Í tilkynningu frá minnihlutanum segir að hann hafi fundað í gær um það „neyðarástand“ sem nú ríki í málaflokknum. „Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að borgarstjórn og fagráð borgarinnar séu nú komin í sumarleyfi án þess að leysa vandann,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að minnihlutinn hafi óskað eftir aukafundi í velferðarráði í sumar svo að setja mætti þessi mál á dagskrá „í heild sinni“ eins og það er orðað. „Svörin voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst nk., á meðan eykst neyð heimilislausra með hverjum deginum.“Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að undanförnu að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Minnihlutinn segir í tilkynningu sinni að hann hafi sammælst um að grípa þurfi „strax til neyðarúrræða, hefjast handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar“ og hefur hann farið fram á aukafund í borgarráði í næstu viku. „Heimilislaust fólk fær ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum og þeirri angist sem fylgir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“ Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira
Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar „algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. Í tilkynningu frá minnihlutanum segir að hann hafi fundað í gær um það „neyðarástand“ sem nú ríki í málaflokknum. „Við þessar aðstæður er það fullkomið ábyrgðarleysi að borgarstjórn og fagráð borgarinnar séu nú komin í sumarleyfi án þess að leysa vandann,“ segir í tilkynningunni. Þar er þess jafnframt getið að minnihlutinn hafi óskað eftir aukafundi í velferðarráði í sumar svo að setja mætti þessi mál á dagskrá „í heild sinni“ eins og það er orðað. „Svörin voru á þann veg að ekki var unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst nk., á meðan eykst neyð heimilislausra með hverjum deginum.“Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að undanförnu að umboðsmaður Alþingis hafi sagt að almennur og viðvarandi vandi væri til staðar hjá Reykjavíkurborg í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks. Hið sama ætti við um hóp einstaklinga með fjölþættan vanda að því er fram kom í niðurstöðu frumkvæðisathugunar umboðsmanns. Fjölgað hefur í hópi utangarðsfólks í höfuðborginni um 95 prósent frá árinu 2012. Minnihlutinn segir í tilkynningu sinni að hann hafi sammælst um að grípa þurfi „strax til neyðarúrræða, hefjast handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar“ og hefur hann farið fram á aukafund í borgarráði í næstu viku. „Heimilislaust fólk fær ekki sumarfrí frá áhyggjum sínum og þeirri angist sem fylgir því að hafa ekki þak yfir höfuðið.“
Borgarstjórn Húsnæðismál Tengdar fréttir Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00 Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22 Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Sjá meira
Fyrirheit um aukið gegnsæi hjá Reykjavíkurborg segir Vigdís Rætt um stöðu heimilislausra, eineltismál hjá borginni og niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála í borgarráði í gær. Öll málin eru skandall fyrir borgina, segir Vigdís Hauksdóttir, en gleðst yfir auknu gegnsæi hjá borginni eftir samþykkt tillögu Sjálfstæðismanna um að fundir hjá borginni verði auglýstir með dagskrá. 20. júlí 2018 08:00
Vigdís boðar langan fund og segir borgarstjóra flúinn í sumarfrí Dagur B. Eggertsson verður ekki til svara á fundi borgarráðs í dag þar sem hann mun vera farinn í sumarfrí. 19. júlí 2018 12:22
Höfðu heyrt orðróm um veikindin en sumarfrí var svarið Þetta var mjög óljóst svo við ákváðum að spyrja Þórdísi Lóu hvort hann yrði fjarverandi á fundinum, segir Kolbrún Baldursdóttir. 23. júlí 2018 10:38