Viðurkenndi ofbeldi gegn konu sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júlí 2018 13:15 Maðurinn viðurkenndi ofbeldi gegn konu sinni. Vísir/Eyþór Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi. Héraðsdómur Vestfjarða hvað upp dóm sinn þann 18. júlí eða átta vikum eftir að brotið átti sér stað. Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa á „alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar með ofbeldi,“ eins og segir í ákærunni. Brotið átti sér stað á heimili þeirra í lok maí en maðurinn viðurkennir að hafa gripið í hár hennar og dregið fram úr rúmi sínu. Í framhaldinu sló hann konuna í andlitið og greip í handleggi hennar. Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að konan hlaut stóra marbletti við hægri olnboga og aftan á upphandlegg auk marbletts við úlnlið. Maðurinn viðurkenndi brot sín skýlaust og hlaut það skjóta meðferð fyrir dómstólum sem töldu enga ástæðu til að véfengja játningu mannsins. Í gögnum málsins kom fram að maðurinn hefði sýnt af sér óeðlilega hegðun gagnvart konu sinni í lengri tíma. Í maí sauð svo upp úr með fyrrnefndu ofbeldi sem varð til þess að konan flúði heimili sitt. Maðurinn á sakaferil að baki sem hafði þó ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Var hún ákveðin skilorðsbundið fangelsi í tvo mánuði. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur til að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sakarkostnað. Lögreglumál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi. Héraðsdómur Vestfjarða hvað upp dóm sinn þann 18. júlí eða átta vikum eftir að brotið átti sér stað. Maðurinn var ákærður fyrir brot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa á „alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð eiginkonu sinnar með ofbeldi,“ eins og segir í ákærunni. Brotið átti sér stað á heimili þeirra í lok maí en maðurinn viðurkennir að hafa gripið í hár hennar og dregið fram úr rúmi sínu. Í framhaldinu sló hann konuna í andlitið og greip í handleggi hennar. Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að konan hlaut stóra marbletti við hægri olnboga og aftan á upphandlegg auk marbletts við úlnlið. Maðurinn viðurkenndi brot sín skýlaust og hlaut það skjóta meðferð fyrir dómstólum sem töldu enga ástæðu til að véfengja játningu mannsins. Í gögnum málsins kom fram að maðurinn hefði sýnt af sér óeðlilega hegðun gagnvart konu sinni í lengri tíma. Í maí sauð svo upp úr með fyrrnefndu ofbeldi sem varð til þess að konan flúði heimili sitt. Maðurinn á sakaferil að baki sem hafði þó ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Var hún ákveðin skilorðsbundið fangelsi í tvo mánuði. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur til að greiða rúmlega 200 þúsund krónur í sakarkostnað.
Lögreglumál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira