Kári neitar því að um „leikrit“ hafi verið að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 08:23 Kári Árnason tekur eitt tímabil í viðbót í atvinnumennskunni. Vísir/Getty Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, snýr ekki aftur í Víkingsliðið í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands þar sem hann spilar á næsta tímabili í Evrópuboltanum. Liðið sem um ræðir er í B-deildinni í Tyrklandi, samkvæmt heimildum Vísis, en ekki hefur fengið uppgefið við hvaða lið Kári er að semja. Miðvörðurinn 35 ára gamli samdi við uppeldisfélagið sitt Víking í maí og fékk leikheimild áður en að hann fór til móts við landsliðið og spilaði á HM í Rússlandi. Hann ætlaði að snúa aftur eftir heimsmeistaramótið en ekkert varð af því. Til stóð að Kári myndi spila leik Víkings gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum en hann meiddist á kálfa á æfingu daginn fyrir leikinn sem varð til þess að hann missti bæði af leiknum gegn Keflavík og bikarleiknum gegn Ólafsvíkingum. Þegar það fór að dragast á langinn að Kári spilaði með Víkingum eftir endurkomuna var farið að ræða á samfélagsmiðlum um að þetta væri leikrit hjá Víkingum og Kára, það stæði í raun og veru ekki til að hann myndi spila með Fossvogsliðinu á þessari leiktíð. „Ég var búinn að gera mig tilbúinn að spila fyrir Víkinga en svo meiddist ég í kálfa. Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki,“ segir Kári í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kári ætlar sér að spila í rauðu og svörtu treyjunni áður en að ferlinum lýkur en það verður að bíða þar til á næstu leiktíð. „Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar,“ segir Kári Árnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30 Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, snýr ekki aftur í Víkingsliðið í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands þar sem hann spilar á næsta tímabili í Evrópuboltanum. Liðið sem um ræðir er í B-deildinni í Tyrklandi, samkvæmt heimildum Vísis, en ekki hefur fengið uppgefið við hvaða lið Kári er að semja. Miðvörðurinn 35 ára gamli samdi við uppeldisfélagið sitt Víking í maí og fékk leikheimild áður en að hann fór til móts við landsliðið og spilaði á HM í Rússlandi. Hann ætlaði að snúa aftur eftir heimsmeistaramótið en ekkert varð af því. Til stóð að Kári myndi spila leik Víkings gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum en hann meiddist á kálfa á æfingu daginn fyrir leikinn sem varð til þess að hann missti bæði af leiknum gegn Keflavík og bikarleiknum gegn Ólafsvíkingum. Þegar það fór að dragast á langinn að Kári spilaði með Víkingum eftir endurkomuna var farið að ræða á samfélagsmiðlum um að þetta væri leikrit hjá Víkingum og Kára, það stæði í raun og veru ekki til að hann myndi spila með Fossvogsliðinu á þessari leiktíð. „Ég var búinn að gera mig tilbúinn að spila fyrir Víkinga en svo meiddist ég í kálfa. Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki,“ segir Kári í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kári ætlar sér að spila í rauðu og svörtu treyjunni áður en að ferlinum lýkur en það verður að bíða þar til á næstu leiktíð. „Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar,“ segir Kári Árnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30 Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30
Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31