Tveir látnir eftir kúlnahríð í Kanada Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 05:13 Hverfið var rýmt. Vísir/AP Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Byssumaður og ung kona létust í skotárás í Toronto í Kanada í nótt. Þrettán eru særðir eftir árásina, þar af er ein ung stúlka talin í lífshættu. Hlúð var að hinum særðu á vettvangi árásarinnar, sem var framin í hinu svokallaða gríska hverfi borgarinnar. Stór hluti hverfisins hefur verið rýmdur en lögreglumenn eru enn að störfum við rannsókn málsins. Maðurinn er sagður hafa skotið að tveimur veitingahúsum sem voru þéttsetin, enda háannatími þegar árásin átti sér stað. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir árásarmanninum en vitni lýsa mikilli kúlnahríð. Maðurinn, sem var vopnaður skammbyssu, hafi líklega skotið um 20 kúlum áður en hann féll. Sem stendur er óljóst hvort hann hafi fallið fyrir eigin hendi eða hvort hann hafi verið yfirbugaður. Fátt hefur verið gefið upp um árásarmanninn. Á myndbandsupptökum sem birst hafa í kanadískum miðlum sést dökkklæddur maður með derhúfu draga upp skammbyssu úr tösku áður en hann ræðst til atlögu. Vitni segja að þau hafi séð mann sem var ljós á hörund og með stutt skegg. Þau hafi þó ekki séð greinilega framan í hann. Ekki er útilokað að um skotbardaga hafi verið að ræða, en lögreglan hefur þó ekki minnst á annan byssumann í yfirlýsingum sínum um málið til þessa. Í samtali við NBC segist borgarstjóri Toronto, John Tory, vera reiður vegna málsins - rétt eins og margir aðrir íbúar borgarinnar. „Það eru alltof margir vopnaðir byssum. Við eigum við byssuvandamál á stríða og ég vona að allt verði gert til að refsa hinum seku,“ segir Tory.BREAKING: Multiple people shot on Danforth Av in Greektown. Victims are spread across many blocks. pic.twitter.com/PvobE1so81— Jeremy Cohn (@JeremyGlobalTV) July 23, 2018
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira