„Fólk má láta sig hverfa“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2018 14:48 Jóhann sást síðast á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi til. Vísir „Það stendur ekki yfir leit í sjálfu sér. Við erum að afla gagna og reyna að staðsetja hann,“ segir Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, um Jóhann Gíslason sem hefur verið saknað í nítján daga á Alicante á Spáni. Jóhann var á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi 12. júlí síðastliðinn þegar hann sást síðast. Jóhann er frá Akranesi og heyrir því mál hans undir lögregluna á Vesturlandi. Jón Ólason segir embættið í gagnaöflun og reyna að staðsetja Jóhann. Spurður hvort að lýst hafi verið eftir Jóhanni á Alicante segir Jón svo ekki vera. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað meira út áður en við förum af stað með svoleiðis,“ segir Jón og bætir við: „Fólk má láta sig hverfa. Það er ekkert sem bannar okkur að fara þangað sem við viljum og ekkert sem skildar okkur að láta vita af okkur,“ segir Jón. Ef uppi væri rökstuddur grunur um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað þá færi allt annað ferli í gang að sögn Jóns. Nú sé hins vegar verið að reyna að afla heimildar frá dómstólum hér á landi til að athuga símanotkun og bankafærslur Jóhanns til að reyna að finna út hvar hann er. Ekki verður farið út í að láta lýsa eftir honum á Spáni fyrr en eitthvað meira liggur fyrir. „Við erum bara að bíða eftir þessum fyrstu upplýsingum svo tökum við stöðuna aftur,“ segir Jón. María Mjöll Jónsdóttir, sem starfar hjá upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytið, segir í svari fyrir fyrirspurn Vísis að borgaraþjónustu ráðuneytisins sé kunnugt um mál Jóhanns. Er borgaraþjónustan til aðstoðar fjölskyldu hans ásamt lögregluyfirvöldum hér á landi og á Spáni við að leita hans.Fjölskylda Jóhanns vakti athygli á hvarfi hans á Facebook í gær. Tengdar fréttir Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga Sást síðast á leið niður á strönd að kvöldi til. 30. júlí 2018 15:55 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
„Það stendur ekki yfir leit í sjálfu sér. Við erum að afla gagna og reyna að staðsetja hann,“ segir Jón Ólason, yfirlögregluþjónn á Vesturlandi, um Jóhann Gíslason sem hefur verið saknað í nítján daga á Alicante á Spáni. Jóhann var á leið niður á strönd á Alicante að kvöldi 12. júlí síðastliðinn þegar hann sást síðast. Jóhann er frá Akranesi og heyrir því mál hans undir lögregluna á Vesturlandi. Jón Ólason segir embættið í gagnaöflun og reyna að staðsetja Jóhann. Spurður hvort að lýst hafi verið eftir Jóhanni á Alicante segir Jón svo ekki vera. „Við erum bara að reyna að finna eitthvað meira út áður en við förum af stað með svoleiðis,“ segir Jón og bætir við: „Fólk má láta sig hverfa. Það er ekkert sem bannar okkur að fara þangað sem við viljum og ekkert sem skildar okkur að láta vita af okkur,“ segir Jón. Ef uppi væri rökstuddur grunur um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað þá færi allt annað ferli í gang að sögn Jóns. Nú sé hins vegar verið að reyna að afla heimildar frá dómstólum hér á landi til að athuga símanotkun og bankafærslur Jóhanns til að reyna að finna út hvar hann er. Ekki verður farið út í að láta lýsa eftir honum á Spáni fyrr en eitthvað meira liggur fyrir. „Við erum bara að bíða eftir þessum fyrstu upplýsingum svo tökum við stöðuna aftur,“ segir Jón. María Mjöll Jónsdóttir, sem starfar hjá upplýsinga- og greiningardeild utanríkisráðuneytið, segir í svari fyrir fyrirspurn Vísis að borgaraþjónustu ráðuneytisins sé kunnugt um mál Jóhanns. Er borgaraþjónustan til aðstoðar fjölskyldu hans ásamt lögregluyfirvöldum hér á landi og á Spáni við að leita hans.Fjölskylda Jóhanns vakti athygli á hvarfi hans á Facebook í gær.
Tengdar fréttir Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga Sást síðast á leið niður á strönd að kvöldi til. 30. júlí 2018 15:55 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Jóhanns hefur verið saknað á Spáni í átján daga Sást síðast á leið niður á strönd að kvöldi til. 30. júlí 2018 15:55