Birti myndband þar sem hún var áreitt og lamin úti á götu Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2018 16:53 Laguerre sést íklædd rauðum kjól á þessum skjáskotum. Á myndinni til vinstri er maðurinn byrjaður að áreita hana. Á hinni myndinni sést hann slá hana í andlitið. Skjáskot/Youtube Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar. MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Frönsk kona, sem var áreitt og lamin á göngu sinni um París, segir tímabært að stöðva kynferðislega áreitni á götum borgarinnar. Horft hefur verið yfir milljón sinnum á myndband af árásinni sem konan deildi sjálf á YouTube. Konan heitir Marie Laguerre og er 22 ára. Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastað í París. Að sögn Laguerre var hún á leið heim úr vinnu á þriðjudag í síðustu viku þegar maðurinn hóf að áreita hana og niðurlægja með kynferðislegum aðdróttunum. Laguerre segist hafa fengið sig fullsadda af hegðun mannsins og skipað honum að þegja. Maðurinn brást þá ókvæða við og kastaði í hana öskubakka en hæfði hana ekki. Laguerre og maðurinn áttu þar á eftir í einhverjum orðaskiptum þangað til maðurinn gekk skyndilega upp að henni og lamdi hana. Atvikið náðist á öryggismyndavél veitingastaðarins en myndbandið má sjá hér að neðan.Laguerre segist fyrst hafa farið rakleiðis heim eftir að maðurinn réðst á hana. Eftir nokkra umhugsun hafi hún þó ákveðið að snúa vörn í sókn, sneri aftur á veitingastaðinn og fékk eigandann til að láta sig hafa myndbandsupptökuna. „Ég get ekki haldið mér saman og við munum ekki þegja lengur,“ skrifaði Laguerre í færslu um málið á Facebook. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og kalla margir eftir því að frönsk yfirvöld herði eftirlit með kynferðislegri áreitni á götum úti. Gert er ráð fyrir að fyrstu sektir fyrir áreitni af þessu tagi verði gefnar í haust en þeir sem uppvísir verða að brotunum munu þurfa að borga allt að 750 evra sekt, eða um 90 þúsund krónur íslenskar.
MeToo Tengdar fréttir Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45 Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41 Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. 10. júlí 2018 11:45
Brást hratt við kynferðislegri áreitni Emelia Holden 21 árs þjónustustúlka á veitingastað, hikaði ekki við að taka málin í sínar eigin hendur þegar að maður gekk fram hjá henni og strauk afturenda hennar. 22. júlí 2018 22:41
Greina frá kynferðislegri áreitni á McDonald's Tíu starfsmenn skyndibitakeðjunnar McDonald's í Bandaríkjunum hafa á síðustu dögum kvartað vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustaðnum. 23. maí 2018 06:34