Ég á hana! Þorsteinn V. Einarsson skrifar 18. febrúar 2018 19:30 Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun