Ég á hana! Þorsteinn V. Einarsson skrifar 18. febrúar 2018 19:30 Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi. Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina. Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt. Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun