„Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:46 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira