„Þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:46 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, var um borð í vél Air Iceland Connect sem snúið var við á Reykjavíkurflugvöll í dag vegna bilunar í hreyfli. Hann segir upplifunina hafa verið nokkuð óhugnanlega en að flugstjóri og áhöfn hafi tekist fagmannlega á við ástandið. „Við vorum búin að ná ákveðinni lofthæð og þá tökum við eftir því að annar hreyfillinn snýst ekki. Skömmu síðar kallar flugstjórinn alla áhöfnina inn í flugstjórnarklefa,“ segir Jón í samtali við Vísi.Jón Júlíus Karlsson.Mynd/FacebookEins og Vísir greindi frá í dag var flugvélin nýlögð af stað til Egilsstaða þegar henni var snúið við vegna bilunar og lenti hún heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir klukkan 15 í dag. Fjörutíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni en engan þeirra sakaði.Mikill titringur yfir Hafnarfirði Eftir að hafa rætt við áhöfnina segir Jón að flugstjórinn hafi tilkynnt farþegum að þrýstingur hafi fallið og því hafi verið ákveðið að drepa á hreyflinum til að koma í veg fyrir skemmdir á honum. Þá tjáði flugstjórinn farþegunum að hinn hreyfillinn væri í lagi en af öryggisástæðum yrði flugvélinni snúið við til Reykjavíkur. Jón segir að vélin hafi ekki verið komin út fyrir Álftanesið þegar tilkynnt var um að henni yrði snúið við. Þá hafi líklega liðið um tíu til fimmtán mínútur frá því að tilkynningin barst og þangað til vélinni var lent. „Það varð mikill titringur þegar við förum í gegnum skýin fyrir ofan Hafnarfjörð. Þetta virtist nú vera bara formsatriði en reyndist svo miklu meira en það,“ segir Jón, sem var á leið til Egilsstaða með félögum í Golfklúbbi Grindavíkur til að keppa á Íslandsmóti golfklúbba. Aðspurður segir hann andrúmsloftið í vélinni hafa verið merkilega gott miðað við aðstæður, þó að óróleiki hafi færst yfir þegar dró á flugið.Flugmaður og flugstjóri vélarinnar sjást hér eftir að þeir ræddu við farþega á flugvellinum.Vísir/jóhann k„Við vorum allir að spauga með þetta en það er einn af okkur sem er svolítið flughræddur. Sjokkið varð meira þegar dró að lendingunni, manni leið ekki vel.“Flugstjórinn ræddi við farþega á flugvellinum Eins og áður hefur komið fram var flugvélinni lent heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli á fjórða tímanum í dag. Jón segir farþegum hafa verið hleypt frá borði og flugstjórinn hafi tekið á móti þeim á flugvellinum. „Við lentum og fórum inn í afvikið herbergi. Þar kom flugstjórinn og ræddi við okkur og útskýrði hvað hafði gerst. Síðan kom Rauði krossinn og er að aðstoða okkur í gegnum þetta,“ segir Jón Þegar Vísir náði tali af Jóni skömmu eftir klukkan 16 í dag hafði farþegum flugvélarinnar verið boðið að fara með öðru flugi til Egilsstaða innan skamms. „Ég held það séu eiginlega allir að fara að taka flugið. Þetta var allt saman mjög fagmannlegt og allir eru frekar vel á sig komnir,“ segir Jón.Uppfært klukkan 19:47: Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli flugvélarinnar í dag, hvorki í þeim sem bilaði né þeim heila. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við þær upplýsingar.Flugstjórinn fer yfir málið. Lentum á einum hreyfli. Kominn var upp eldur í eina virka hreyflinum vegna álags. Farþegar klöppuðu fyrir flugstjórunum. pic.twitter.com/4WAMeyoGkW— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) August 9, 2018
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira