Bílaumboðið Hekla Hf. hefur tilkynnt Neytendastofu að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðum 2013 til 2015. Á vef Neytendastofu segir að ástæða innköllunarinnar sé að „vatn getur komist komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu.“ Það geti orðið til þess að þurrkur verði óvirkar.
Bílarnir þurfi því að undirgangast viðgerð sem felur í sér að skipt er um þurrkuarma. Haft verður samband við eigendur umræddra bifreiða bréfleiðis.
„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef Neytendastofu.
Hekla innkallar Mitsubishi ASX
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri
Viðskipti innlent

Rukkað því fólk hékk í rennunni
Neytendur



Skype heyrir brátt sögunni til
Viðskipti erlent

Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur


Ekkert verður af frekari loðnuvertíð
Viðskipti innlent