Fótbolti

Ögmundur í grísku úrvalsdeildina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ögmundur hefur leikið 15 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ögmundur hefur leikið 15 A-landsleiki fyrir Ísland. vísir/getty
Ögmundur Kristinsson samdi í gær við gríska úrvalsdeildarlið AEL Larissa en hann kemur til liðsins eftir að hafa leikið með Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Ögmundur gerir tveggja ára samning við Larissa sem hafnaði í 12.sæti af 16 liðum í grísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Þessi 29 ára gamli Framari hefur leikið með Randers í Danmörku, Hammarby í Svíþjóð og Excelsior í Hollandi á atvinnumannaferli sínum en hann er hugsaður sem aðalmarkvörður hjá Larissa.

Larissa hefur einu sinni orðið grískur meistari en það gerðist árið 1988. Þá hefur liðið tvívegis unnið bikarkeppnina þar í landi; árið 1985 og 2007.

Ögmundur á 15 A-landsleiki fyrir Ísland en var ekki í íslenska hópnum á HM í Rússlandi fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×