Ekki stjórnvalda að leysa almennar kjaradeilur en þau geti liðkað fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2018 19:00 Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki stjórnvalda að leysa kjaradeilur heldur aðila vinnumarkaðarins. Þó sé hægt að liðka fyrir með aðgerðum eins og skattalækkunum á lægstu stéttir. Þingmaður Viðreisnar telur að ríkið eigi að beita sér fyrir lækkun matvælaverðs og vaxta. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness spáði frostavetri í kjaramálum um liðna helgi beitti ríkið sér ekki fyrir róttækum kerfisbreytingum eins og t.d. vaxtalækkun og minni skattbyrði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Seðlabankans að lækka vexti en undirbúningur að skattalækkun tekjulægstu hópanna sé hafinn. „Ýmsum hefur þótt vaxtalækkanir ganga hægt en þeir hafa þó verið að lækka,“ segir hún. „Það er vinna í gangi um endurskoðun á skattkerfinu en markmiðið er að lækka skatta hjá tekjulægri hópum.“ Hún segir að nú þegar hafi verið brugðist við ýmsum kröfum launþegahreyfingarinnar t.d. hafi Kjararáð verið lagt niður. „Þegar kemur að launahækkunum æðstu embættismanna og stjórnmálamanna er stærsta málið að laun þessara hópa eiga ekki að vera leiðandi heldur fylgja almennri launaþróun,“ segir hún. Katrín segir stjórnvöld ekki einn viðsemjenda í næstu kjarasamningum. „Þar eru stjórnvöld ekki einn viðsemjenda en við höfum lagt áherslu á það sem við getum gert. Það er í raun launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda að semja sín á milli.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að stjórnvöld geti liðkað fyrir næstu kjarasamningum með því að lækka matvælaverð og breyta peningastefnunni þannig að vextir lækki. „Fjögurra manna fjölskylda gæti sparað um 150 þúsund kr. á mánuði ef húsnæðisvextir og matarkostnaður væru sambærilegir og á norðurlöndum,“ segir Þorsteinn. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta verði? „Það má alltaf vona að þetta verði en auðvitað hefur vilji stjórnvalda varðandi þetta verið afskaplega takmarkaður,“ segir hann.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira