Erlent

Leiktækin hans Ratcliffes

Benedikt Bóas skrifar
Samkvæmt Bloomberg býr Ratcliffe í Sviss en á einnig hús í Chelsea-hverfinu í London. Þá ætlar hann að rífa strandhúsið sitt í New Forest og byggja nýtt framtíðarhús sem kostar fjórar milljónir punda.
Samkvæmt Bloomberg býr Ratcliffe í Sviss en á einnig hús í Chelsea-hverfinu í London. Þá ætlar hann að rífa strandhúsið sitt í New Forest og byggja nýtt framtíðarhús sem kostar fjórar milljónir punda. INEOS
Sir Jim Ratcliffe, John Harald Orneberg og Rudolf Lamprecht eru meðal þeirra sem hafa verið að kaupa upp jarðir hér á landi. Fréttablaðið skoðaði leiktæki þess ríkasta, Ratcliffes, en hann er ríkasti maður Breta.

Jim Ratcliffe, sem hefur keypt meðal annars Grímsstaði á Fjöllum auk nokkurra jarða í Vopnafirði, er ríkasti maður Bretlandseyja samkvæmt úttekt sem Sunday Times birti á árinu. Eru auðæfi hans metin á 21 milljarð punda eða um þrjú þúsund milljarða króna. Mikið hefur verið efast um umhverfisvernd Ratcliffes enda auðgaðist hann á efnaframleiðslu og er með starfsemi í öllum heimshlutum. Þá hyggur fyrirtæki hans á vinnslu á jarðgasi með svokölluðu bergbroti (e. fracking) víða um Bretland en slík vinnsla er vægast sagt umdeild aðferð við orkuöflun.

John Harald Orneberg

Svíinn John Harald Orneberg hefur farið með veggjum en í umfjöllun Bloomberg er hann sagður vera einn af þeim sem hafa verið að kaupa jarðir hér á landi. Orneberg fundaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 28. maí síðastliðinn en ekki er vitað hvað fór þar fram. Í umfjöllun um hann á vefsíðu Bloomberg segir að hann sé stofnandi og stjórnarformaður Timber Capital Limited. Lítið er vitað um leiktæki hans annað en að hann hafi átt skútuna Carl Linne sem hann seldi á rúmar fimm milljónir dollara.

 

Þegar Ratcliffe siglir um heimsins höf ferðast hann með Hampshire II sem er 78,5 metra löng snekkja og komast 14 manns fyrir í sjö klefum. Á snekkjunni, sem er metin á rúmlega 100 milljónir dollara, starfa 23

Rudolf Lamprecht

Svisslendingurinn Rudolf Lamprecht byrjaði að kaupa jarðir árið 2003 en þess má geta að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra var þá lögmaður hans. Lamprecht stofnaði Regal Springs sem er stærsti fiskframleiðandi heims með svokallaðan beitarfisk (tilapia) sem er þriðji vinsælasti ræktunarfiskur heims. Erfitt hefur verið að finna einstök leiktæki kappans.



Ekki hræddur

Sigurjón Sighvatsson, segir að hann sé ekki hræddur við að erlendir aðilar eigi hlut í Íslandi. Í frétt Bloomberg kemur fram að mikill meirihluti landsins sé í eigu Íslendinga. „Ég er frekar hræddur við Íslendinga. Margir útlendingar sem hafa keypt upp jarðir á Íslandi eru mörgum skrefum á undan þegar kemur að verndun náttúrunnar.“

Ratcliffe á fjórar einkaþotur samkvæmt Daily Record, eða fyrirtæki hans, Ineos. Gulfstream G550 með kallmerkið M-USIC, tvær Gulfstream G280 með kallmerkin M-ISTY og M-INTY og Dassault Falcon 2000EX sem hefur kallmerkið M-CHEM. Þá á hann Agusta þyrlu með kallmerkinu M-AJOR.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×