Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Bergþór Másson skrifar 1. ágúst 2018 18:50 Hjólreiðafólk í Reykjavík. Vísir/Hanna Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51