Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 10:44 Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Vísir/einar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember. Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember.
Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00
150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04