Vill ekki rugga bátnum í Herjólfi ohf. Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. ágúst 2018 10:44 Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Vísir/einar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember. Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum óttast að nýtt stjórnarkjör hjá Herjólfi ohf. kunni að valda félaginu „óafturkræfum skaða.“ Verkefnið sé á „viðkvæmum tímapunkti“ og því ótímabært að hans mati að boða til hluthafafundar, eins og nýr meirihluti í Vestmannaeyjum hefur gert. Fulltrúar meirihlutans telja óttann ástæðulausan, það sé „nánast algild lýðræðisleg hefð að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga,“ eins og það er orðað í bókun þeirra í fundargerð bæjarráðsfundar í gær. Samþykkt var einróma á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðnn að stofna félagið Herjólfur ohf. Við það tilefni var skipað í fimm manna stjórnarnefnd. Nýr meirihluti hefur nú boðað til hluthafafundar, sem fyrr segir, þar sem á dagskránni er meðal annars stjórnarkjör. Trausti Hjaltason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gerði „alvarlegar athugasemdir“ við boðun hluthafafundarins, á bæjarráðsfundinum í gær. Sagði hann fundinn hafa verið boðaðan með afar skömmum fyrirvara og án vitundar allra bæjarfulltrúa. Auk þess hefði það verið gert „án nokkurrar formlegrar opinberrar samþykktar“ eins og það er orðað í bókun fulltrúans.Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er í nóvember.„Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir fullkomnu trausti á núverandi stjórn Herjólfs ohf. og telja ótímabært að ráðast í breytingar á henni á þessum viðkvæma tímapunkti í undirbúningi verkefnisins sem gætu að öllum líkindum valdið verkefninu óafturkræfum skaða,“ bókar Hjalti. Fulltrúar meirihlutans, Njáll Ragnarsson fyrir E-lista og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fyrir H-lista, segja bókun Hjalta vekja „nokkra furðu.“ Það tíðkist að stjórnir, nefndir og ráð á vegum sveitarfélaga og ríkis endurspegli pólitíska niðurstöðu kosninga - og nefna Njáll og Jóna Ríkisútvarpið og Isavia í því samhengi. „Skipað er í núverandi stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í samræmi við þá hefð og skýtur því skökku við að þeir sem það gerðu mótmæli sama vinnulagi nú,“ bóka Njáll og Jóna. Í bókun sinni gefa þau jafnframt lítið fyrir þá kvörtun Hjalta að til hluthafafundarins hafi verið boðað með ólögmætum hætti. „Til hluthafafundar var boðað með tæplega tveggja vikna fyrirvara og var það bæjarstjóri sem fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar heldur á hlutabréfinu, sem óskaði hluthafafundi,“ segja Jóna og Njáll. Áður en það var gert var hafi verið leitað til lögmanna bæjarins sem lögðu blessun sína yfir boðun fundarins. „Að auki var fulltrúa D-lista gert grein fyrir áformum um boðun hluthafafundar með óformlegum hætti áður en til hans var boðað,“ segir í bókun fulltrúa meirihlutans. Á fundinum kom jafnframt fram að afhending hins nýja Herjólfs dragist til 30. október næstkomandi. Ferjan kæmi því í fyrsta lagi til landsins í seinni hluta nóvember.
Samgöngur Tengdar fréttir Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00 150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Oddviti nýs framboðs í Vestmannaeyjum vill aukið beint lýðræði. Bera eigi ákvörðun um rekstur Herjólfs undir íbúa í beinni atkvæðagreiðslu. Sitjandi bæjarstjóri segir slíkar hugmyndir billegar í ljósi þess hverjir skipa listann. 25. apríl 2018 06:00
150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Oddviti H-listans segir ábyrgð sveitarfélagsins og mikla. 16. maí 2018 19:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04