Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 12:12 Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24