Umdeild íbúakosning í Árborg í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2018 12:12 Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur. Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna. Sex kjördeildir í Árborg voru opnaðar klukkan níu í morgun. Aðdragandi íbúakosninganna hefur verið þó nokkur en kosið er um samþykki bæjaryfirvalda á breyttu deili- og aðalskipulagi. Lóðir á miðbæjarsvæðinu hafa staðið nær óhreyfðar í mörg ár og höfðu tilraunir bæjaryfirvalda til að koma lóðunum út reynst árangurslausar þangað til Sigtún þróunarfélag óskaði eftir þeim til uppbyggingar. Þegar þróunarfélagið kynnti fyrst hugmyndir sínar um miðbæinn, í mars 2015, voru allir flokkar í bæjarstjórn sammála um að veita félaginu vilyrði fyrir úthlutun. Einróma stuðningur allra bæjarfulltrúa varð til þess að félagið fékk allar lóðirnar án útboðs. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var hafin undirskriftar til að knýja fram íbúakosningu um samþykkt bæjaryfirvalda en ólga er meðal íbúa um ráðstöfun svæðisins.Í kynningarblaði sem sveitarfélagið gaf út fyrir kosningarnar kom fram að kjörseðill í kosningunum yrði ógildur ef kjósandi myndi ekki taka afstöðu með eða á móti tillögum bæjarstjórnarinnar. Þessu var breytt, fyrir tveimur dögum, með leiðréttingu sem send var út á heimasíðu sveitarfélagsins vegna spurninga sem höfðu vaknað, meðal annars innan úr bæjarstjórn, hvort gengið væri á lýðræðislegan rétt kjósandans með því að gefa ekki kost á því að skila auðu atkvæði og þannig þvinga fram afstöðu. Við framkvæmd íbúakosningunnar nú er stuðst við sömu venjur og lög og eru í sveitarstjórnarkosningum. Ingimundur Sigurmundsson formaður yfirkjörstjórnar í Árborg segir villuna í kynningarblaði sveitarfélagsins meinlega en hafi ekki áhrif á framkvæmd kosninganna.„Villan sneri að því að þú yrðir að merkja við báðar spurningarnar annars væri kjörseðillinn ógildur. Það var sem sagt ekki rétt. Það er það sem við erum að leiðrétta og við erum með auglýsingar á kjörstaðnum það sem þessi villa er sérstaklega leiðrétt. Þú getur sem sagt merkt við eina spurningu og ákveðið að skila hinni auðri,“ segir Ingimundur. Hefur yfirkjörstjórn ekki áhyggjur af því að þessi skilaboð komist ekki til skila til allra þar sem kynningarbæklingurinn var borinn í hvert hús en leiðréttingin einungis auglýst á heimasvæði Árborgar á netinu? „Jú verulegar. Þetta er mjög bagalegt að þessi villa hafi komið upp hjá sveitarfélaginu, vissulega. Mjög bagalegt,“ segir Ingimundur. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á kjörsókn eða niðurstöðu kosninganna? „Nei, það held ég ekki. Þetta er alls ekki með þeim hætti að þetta sé eitthvað úrslitamál í kosningunum,“ segir Ingimundur.
Tengdar fréttir Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32 Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19 Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. 16. ágúst 2018 14:32
Laun nýs bæjarstjóra í Árborg lækkuð Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt ráðningarsamning við nýjan bæjarstjóra í sveitarfélaginu, Gísla Halldór Halldórsson. 3. ágúst 2018 11:19
Vangaveltur um lögmæti íbúakosninga í Árborg Óvíst er hvort að íbúakosning um skipulag miðbæjarsvæðis Áborgar sé lögleg. 16. ágúst 2018 20:24