Enski boltinn

Guardiola um meiðsli De Bruyne: „Munum reyna okkar besta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir á góðri stundu.
Félagarnir á góðri stundu. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Man. City, segir að það verði erfitt að komast af án Kevin De Bruyne sem verður frá vegna meiðsla í tvo til þrjá mánuði.

De Bruyne, sem var einn máttastólpurinn í liði City á síðustu leiktíð, meiddist á æfingu á miðvikudaginn og verður eins og áður segir lengi frá.

„Það er ekki auðvelt að setja einhvern í stað Kevin. Við munum reyna og gera okkar besta - og vera klárir er hann kemur til baka,” sagði Spánverjinn.

„Við munum styðja hann og mín skilaboð til hans eru að hann hvíli sig og taki sér frí því hann fékk það ekki í sumar.”

„Hann mun byrja að æfa aftur með liðinu þegar hann er klár og við tökum honum opnum örmum. Hann verður frá í tvo til þrjá mánuði.”

„Hans mun verða sárt saknað eins og Benjamin Mendy á síðustu leiktíð. Á síðustu leiktíð var Kevin stórkostlegur og þú vilt ekki meiðsli en þetta er hluti af leiknum.”


Tengdar fréttir

De Bruyne frá í tvo til fjóra mánuði?

Manchester City hefur staðfest að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne sé meiddur en talið er að hann verði frá næstu tvo til fjóra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×