Ótrúleg frásögn af kynjamismunun innan KSÍ: Landsliðsþjálfari þekkti hvorki nöfn né stöður leikmanna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 17:30 Þóra Helgadóttir sagði frá reynslu sinni í dag vísir/vilhelm A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. Ráðstefnan bar yfirheitið „Kyn og íþróttir“ og fjallaði að mestu leiti um jafnréttisbaráttu í íþróttaheiminum. Þóra Helgadóttir hélt tölu í dag undir yfirskriftinni „Girl in a man's world – A story from a former professional football player“ þar sem hún ræddi reynslu sína sem fótboltamaður og einblíndi hún aðallega á tíma sinn með íslenska landsliðinu. Þóra byrjaði erindið á að kynna sig. Hún á 108 A-landsleiki, einn leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, spilaði sem atvinnumaður á Norðurlöndunum og í Ástralíu, á verðlaun frá flestum þeim löndum sem hún hefur spilað í, komst tvisvar á lokakeppni EM og hefur spilað oftar en einu sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það var sorgleg uppgvötun þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan fyrirlestur og áttaði mig á að ef ég væri strákur þá hefði ég ekki þurft að kynna mig, þið vissuð hver ég væri.“ Svo endaði Þóra kynninguna á sjálfri sér. Laug að þjálfaranum til að mega æfaÞóra er fædd árið 1981. Þegar hún byrjaði að æfa fótbolta fimm ára þurfti hún að spila með 12 ára stelpum því ekki voru til sér flokkar fyrir yngri leikmenn. Þá var einnig 9 ára aldurstakmark hjá félaginu og Þóra „gerði það besta í stöðunni, að ljúga að þjálfaranum.“ „Ég sagðist vera níu ára. Ég spilaði seinna með umræddum þjálfara og við hlógum að þessu því fimm ára barn getur augljóslega ekki verið níu ára, en hún var hrifin af metnaðinum í mér og leyfði mér að hanga með.“ Þóra er uppalin í Breiðabliki. Hún segist hafa verið heppin því félagið hafi verið framsækið, annað en mörg önnur félög á þeim tíma. Þegar Þóra var að alast upp voru Blikar með besta kvennalið landsins og unnu allt sem hægt var. Þrátt fyrir það þurfti liðið að berjast fyrir tilverurétti sínum innan félagsins. „Við vorum heppnar að geta farið og horft á þjálfarana okkar spila. Mikilvægur punktur hér, það var ekkert kvennalandslið á þessum tíma. Því var ekki komið á laggirnar aftur fyrr en 1991. Konur gátu ekki orðið atvinnumenn og það var ekkert landslið. Meistaraflokkur Breiðabliks voru því einu fyrirmyndirnar sem við höfðum,“ sagði Þóra. Gunna, þú ert SiggiÞegar Þóra var 16 ára var hún valin í A-landsliðið í fyrsta skipti. „Munurinn á kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu var rosalegur. Þeir fengu að spila vináttuleiki og fengu dagpeninga. En það sem skipti mestu máli var að þeir fengu virðingu.“ Til þess að lýsa virðingarleysinu ákvað Þóra að segja sögu. Sögu sem hún sagði að hefði líklega ekki komið fram opinberlega áður frá sjónarhorni leikmanns.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánKSÍ réð nýjan landsliðsþjálfara. Æfingarnar voru slæmar og fylltar fordómum. Þær æfðu á slæmum völlum og án almennilegra marka. Þóra setti upp á skjáinn mynd af grasbala á höfuðborgarsvæðinu þar sem eðlilegt væri að sjá lítil börn leika sér eftir skóla. Ekki kvennalandslið í fótbolta æfa. Upphitunaræfingarnar voru „sundur-saman“ hopp og englahopp. Aðrar æfingar sem flestir myndu tengja við eldri borgara æfingar. Á einni æfingu áttu leikmennirnir að „reyna sitt besta“ til þess að komast framhjá 13 ára syni þjálfarans. Þegar kom að fyrsta leik liðsins virtist þjálfarinn ekki vita hvaða stöður leikmennirnir spiluðu á vellinum og þekkti ekki nöfn allra leikmannanna. Þjálfarinn hélt glærukynningu þar sem hann notaði gamlar glærur frá karlaliðinu. „Við vorum að fara yfir föst leikatriði og þjálfarinn sagði: „Gunna, þú ert Siggi í öllum þessum atburðarásum. Hvar sem Siggi er, það átt þú að gera.“.“ Leikmennirnir kvörtuðu lítillega undan þjálfaranum við knattspyrnusambandið en Þóra lýsti því að það væri ekki mikið sem þær gátu gert því menningin í íþróttaheiminum sé sú að það sé ekki rifist við þjálfarann. Það er óskrifuð regla íþróttanna. Þjálfarinn reyndi að fá leikmenn upp á hótelherbergi sittÞóra lýsti landsliðsferð þar sem þjálfarinn varð mjög drukkinn. Hann hafi sagt ýmislegt óviðeigandi og gengið svo langt að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með sér. Það var kornið sem fyllti mælinn. Liðið skrifaði undir yfirlýsingu þar sem þær neituðu að spila fyrir þennan þjálfara. Það voru nokkrir leikmenn sem fóru fyrir liðinu í þessu máli en allt liðið stóð á bak við þær. Þrír leikmannanna fengu að fara á fund með formanni KSÍ. Þessir þrír leikmenn fóru á fundinn og sögðu formanninum hver staðan væri. Lýstu æfingunum og því sem hafði gerst í landsliðsferðinni. Þær sögðu formanninn hafa hallað sér fram á ógnandi máta, sett hnefana í borðið og öskrað úr sér lungun. Skilaboðin voru: Þið ráðið engu. Hann réði öllu.Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isSá leikmaður sem fór hvað hæst fyrir liðinu í þessari baráttu var aldrei valin í landsliðið aftur. „Viðbrögð okkar leikmannanna eru eiginlega jafn slæm. Engin okkar steig fram og sagði neitt. Við vorum of hræddar um að við myndum lenda á svarta lista sambandsins. Kannski kom Metoo byltingin of seint. Ég vil trúa því að ef þetta gerðist í dag þá myndu leikmenn ekki vera of hræddir.“ „Ég vildi að ég hefði verið sterkari og hugrakkari á þessum tíma. Ég var nokkuð ung en mér er sama, ég hefði átt að segja eitthvað,“ sagði Þóra. Hún sagðist hafa hringt í leikmanninn á dögunum og beðist afsökunnar. Leikmaðurinn sagðist ekki sjá eftir neinu. Þetta hafi verið þess virði því þetta var ákveðinn vendipunktur í jafnréttisbaráttu kvennalandsliðsins innan KSÍ. Hlutirnir fóru að verða betri næstu ár á eftir. Þóra nafngreindi engan í sögu sinni. Hún sagði hins vegar frá því að þjálfarinn hafi frekar nýlega látið hafa eftir sér að formaður KSÍ hafi sagt við sig „þú getur aldrei átt síðasta orðið gegn konum í fótbolta.“ Þegar hún sagði frá því sýndi Þóra skjáskot af grein sem birtist á Fótbolta.net. Þóra hafði tekið út nöfn þeirra aðila sem áttu hlut að máli en umrædd grein er auðfundin og er Þórður Lárusson nafngreindur þar sem þjálfarinn sem um ræðir.Þóra sýndi skjáskot þetta, nema nöfnin voru tekin út.skjáskot/fótbolti.netÞrátt fyrir að kvennalandsliðið hafi smátt og smátt fengið meira jafnrétti innan KSÍ þá var illa mætt á landsleiki kvennaliðsins. Áhorfsmetið, á þeim tíma sem Þóra rifjar upp, var um 500 manns. Hún nefnir engin ártöl en umrætt atvik átti sér stað árið 2001. „Okkur fannst við frábærar og vildum að fólk myndi upplifa hversu frábærar við vorum,“ sagði Þóra. Sátu fyrir í bikiníumHeilsíðuauglýsing kvennalandsliðsins sem birtist í Morgunblaðinu árið 2001skjáskot/timarit.isLiðið fór til KSÍ og vildi meiri markaðssetningu en mætti lokuðum dyrum. Liðið ákvað því að taka málið í sínar hendur og fóru út um allan bæ í leit að styrktaraðilum. Einn styrktaraðilanna var sundfataframleiðandi. Fyrirtækið ákvað að styrkja þær bæði með peningaframlagi og bikiníum. Stelpurnar tóku þau glöðum höndum og ákváðu að sitja fyrir í bikiníunum. Þær keyptu heilsíðu auglýsingu með myndinni og yfirskriftinni „Stelpuslagur“ og auglýstu leik Íslands og Ítalíu. 1250 manns mættu á leikinn. Knattspyrnusambandið var ekki ánægt þar sem stelpurnar höfðu ekki notað styrktaraðila sambandsins. Þær máttu ekki auglýsa með öðrum styrktaraðilum. En eftir þetta var sambandið duglegra með að standa á bak við liðið og fá sína styrktaraðila til þess að hjálpa til við markaðsmálin. Fyrr á árinu jafnaði KSÍ allar bónusgreiðslur til leikmanna fyrir þátttöku í undankeppnum stórmóta, óháð kyni. Leikmönnum beggja landsliða hafa verið greiddir dagpeningar vegna landsliðsverkefna, jafnháar upphæðir, í nokkurn tíma - 10 ár samkvæmt erindi Guðrúnar Ingu Sívertsen sem var á undan erindi Þóru. Þóra greindi hins vegar frá því að baráttan hafi verið erfið að fá þetta jafnrétti í gegn. „Við reyndum að fá bónusgreiðslur fyrir stig í undankeppnum. Við fengum alltaf þau svör frá KSÍ að karlarnir fengu engar greiðslur. En við vorum með launaseðil frá einum leikmannanna á bréfsefni KSÍ svo við vissum hvað var satt í málinu,“ sagði Þóra. „En það mikilvæga er að risastórt skref hefur verið tekið og hlutirnir eru jafnir.“ „Mín von er sú að hlutirnir haldi áfram að verða betri og konur geti einbeitt sér að sinni íþrótt og þurfi ekki að berjast fyrir mannréttindum,“ sagði Þóra Helgadóttir. Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
A-landslið kvenna í fótbolta æfði á ójöfnum velli þar sem ekki voru alvöru mörk, gerði upphitunaræfingar sem flestir myndu lýsa við hæfi eldri borgara og þjálfarinn þekkti ekki stöður leikmannanna inni á vellinum. Sami þjálfari varð drukkinn í landsliðsferð og reyndi að fá leikmenn upp á herbergi til sín. Þetta sagði Þóra Helgadóttir í erindi sínu á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag. Ráðstefnan bar yfirheitið „Kyn og íþróttir“ og fjallaði að mestu leiti um jafnréttisbaráttu í íþróttaheiminum. Þóra Helgadóttir hélt tölu í dag undir yfirskriftinni „Girl in a man's world – A story from a former professional football player“ þar sem hún ræddi reynslu sína sem fótboltamaður og einblíndi hún aðallega á tíma sinn með íslenska landsliðinu. Þóra byrjaði erindið á að kynna sig. Hún á 108 A-landsleiki, einn leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi, spilaði sem atvinnumaður á Norðurlöndunum og í Ástralíu, á verðlaun frá flestum þeim löndum sem hún hefur spilað í, komst tvisvar á lokakeppni EM og hefur spilað oftar en einu sinni í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það var sorgleg uppgvötun þegar ég var að undirbúa mig fyrir þennan fyrirlestur og áttaði mig á að ef ég væri strákur þá hefði ég ekki þurft að kynna mig, þið vissuð hver ég væri.“ Svo endaði Þóra kynninguna á sjálfri sér. Laug að þjálfaranum til að mega æfaÞóra er fædd árið 1981. Þegar hún byrjaði að æfa fótbolta fimm ára þurfti hún að spila með 12 ára stelpum því ekki voru til sér flokkar fyrir yngri leikmenn. Þá var einnig 9 ára aldurstakmark hjá félaginu og Þóra „gerði það besta í stöðunni, að ljúga að þjálfaranum.“ „Ég sagðist vera níu ára. Ég spilaði seinna með umræddum þjálfara og við hlógum að þessu því fimm ára barn getur augljóslega ekki verið níu ára, en hún var hrifin af metnaðinum í mér og leyfði mér að hanga með.“ Þóra er uppalin í Breiðabliki. Hún segist hafa verið heppin því félagið hafi verið framsækið, annað en mörg önnur félög á þeim tíma. Þegar Þóra var að alast upp voru Blikar með besta kvennalið landsins og unnu allt sem hægt var. Þrátt fyrir það þurfti liðið að berjast fyrir tilverurétti sínum innan félagsins. „Við vorum heppnar að geta farið og horft á þjálfarana okkar spila. Mikilvægur punktur hér, það var ekkert kvennalandslið á þessum tíma. Því var ekki komið á laggirnar aftur fyrr en 1991. Konur gátu ekki orðið atvinnumenn og það var ekkert landslið. Meistaraflokkur Breiðabliks voru því einu fyrirmyndirnar sem við höfðum,“ sagði Þóra. Gunna, þú ert SiggiÞegar Þóra var 16 ára var hún valin í A-landsliðið í fyrsta skipti. „Munurinn á kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu var rosalegur. Þeir fengu að spila vináttuleiki og fengu dagpeninga. En það sem skipti mestu máli var að þeir fengu virðingu.“ Til þess að lýsa virðingarleysinu ákvað Þóra að segja sögu. Sögu sem hún sagði að hefði líklega ekki komið fram opinberlega áður frá sjónarhorni leikmanns.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánKSÍ réð nýjan landsliðsþjálfara. Æfingarnar voru slæmar og fylltar fordómum. Þær æfðu á slæmum völlum og án almennilegra marka. Þóra setti upp á skjáinn mynd af grasbala á höfuðborgarsvæðinu þar sem eðlilegt væri að sjá lítil börn leika sér eftir skóla. Ekki kvennalandslið í fótbolta æfa. Upphitunaræfingarnar voru „sundur-saman“ hopp og englahopp. Aðrar æfingar sem flestir myndu tengja við eldri borgara æfingar. Á einni æfingu áttu leikmennirnir að „reyna sitt besta“ til þess að komast framhjá 13 ára syni þjálfarans. Þegar kom að fyrsta leik liðsins virtist þjálfarinn ekki vita hvaða stöður leikmennirnir spiluðu á vellinum og þekkti ekki nöfn allra leikmannanna. Þjálfarinn hélt glærukynningu þar sem hann notaði gamlar glærur frá karlaliðinu. „Við vorum að fara yfir föst leikatriði og þjálfarinn sagði: „Gunna, þú ert Siggi í öllum þessum atburðarásum. Hvar sem Siggi er, það átt þú að gera.“.“ Leikmennirnir kvörtuðu lítillega undan þjálfaranum við knattspyrnusambandið en Þóra lýsti því að það væri ekki mikið sem þær gátu gert því menningin í íþróttaheiminum sé sú að það sé ekki rifist við þjálfarann. Það er óskrifuð regla íþróttanna. Þjálfarinn reyndi að fá leikmenn upp á hótelherbergi sittÞóra lýsti landsliðsferð þar sem þjálfarinn varð mjög drukkinn. Hann hafi sagt ýmislegt óviðeigandi og gengið svo langt að reyna að fá leikmenn til þess að koma upp á herbergi með sér. Það var kornið sem fyllti mælinn. Liðið skrifaði undir yfirlýsingu þar sem þær neituðu að spila fyrir þennan þjálfara. Það voru nokkrir leikmenn sem fóru fyrir liðinu í þessu máli en allt liðið stóð á bak við þær. Þrír leikmannanna fengu að fara á fund með formanni KSÍ. Þessir þrír leikmenn fóru á fundinn og sögðu formanninum hver staðan væri. Lýstu æfingunum og því sem hafði gerst í landsliðsferðinni. Þær sögðu formanninn hafa hallað sér fram á ógnandi máta, sett hnefana í borðið og öskrað úr sér lungun. Skilaboðin voru: Þið ráðið engu. Hann réði öllu.Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isSá leikmaður sem fór hvað hæst fyrir liðinu í þessari baráttu var aldrei valin í landsliðið aftur. „Viðbrögð okkar leikmannanna eru eiginlega jafn slæm. Engin okkar steig fram og sagði neitt. Við vorum of hræddar um að við myndum lenda á svarta lista sambandsins. Kannski kom Metoo byltingin of seint. Ég vil trúa því að ef þetta gerðist í dag þá myndu leikmenn ekki vera of hræddir.“ „Ég vildi að ég hefði verið sterkari og hugrakkari á þessum tíma. Ég var nokkuð ung en mér er sama, ég hefði átt að segja eitthvað,“ sagði Þóra. Hún sagðist hafa hringt í leikmanninn á dögunum og beðist afsökunnar. Leikmaðurinn sagðist ekki sjá eftir neinu. Þetta hafi verið þess virði því þetta var ákveðinn vendipunktur í jafnréttisbaráttu kvennalandsliðsins innan KSÍ. Hlutirnir fóru að verða betri næstu ár á eftir. Þóra nafngreindi engan í sögu sinni. Hún sagði hins vegar frá því að þjálfarinn hafi frekar nýlega látið hafa eftir sér að formaður KSÍ hafi sagt við sig „þú getur aldrei átt síðasta orðið gegn konum í fótbolta.“ Þegar hún sagði frá því sýndi Þóra skjáskot af grein sem birtist á Fótbolta.net. Þóra hafði tekið út nöfn þeirra aðila sem áttu hlut að máli en umrædd grein er auðfundin og er Þórður Lárusson nafngreindur þar sem þjálfarinn sem um ræðir.Þóra sýndi skjáskot þetta, nema nöfnin voru tekin út.skjáskot/fótbolti.netÞrátt fyrir að kvennalandsliðið hafi smátt og smátt fengið meira jafnrétti innan KSÍ þá var illa mætt á landsleiki kvennaliðsins. Áhorfsmetið, á þeim tíma sem Þóra rifjar upp, var um 500 manns. Hún nefnir engin ártöl en umrætt atvik átti sér stað árið 2001. „Okkur fannst við frábærar og vildum að fólk myndi upplifa hversu frábærar við vorum,“ sagði Þóra. Sátu fyrir í bikiníumHeilsíðuauglýsing kvennalandsliðsins sem birtist í Morgunblaðinu árið 2001skjáskot/timarit.isLiðið fór til KSÍ og vildi meiri markaðssetningu en mætti lokuðum dyrum. Liðið ákvað því að taka málið í sínar hendur og fóru út um allan bæ í leit að styrktaraðilum. Einn styrktaraðilanna var sundfataframleiðandi. Fyrirtækið ákvað að styrkja þær bæði með peningaframlagi og bikiníum. Stelpurnar tóku þau glöðum höndum og ákváðu að sitja fyrir í bikiníunum. Þær keyptu heilsíðu auglýsingu með myndinni og yfirskriftinni „Stelpuslagur“ og auglýstu leik Íslands og Ítalíu. 1250 manns mættu á leikinn. Knattspyrnusambandið var ekki ánægt þar sem stelpurnar höfðu ekki notað styrktaraðila sambandsins. Þær máttu ekki auglýsa með öðrum styrktaraðilum. En eftir þetta var sambandið duglegra með að standa á bak við liðið og fá sína styrktaraðila til þess að hjálpa til við markaðsmálin. Fyrr á árinu jafnaði KSÍ allar bónusgreiðslur til leikmanna fyrir þátttöku í undankeppnum stórmóta, óháð kyni. Leikmönnum beggja landsliða hafa verið greiddir dagpeningar vegna landsliðsverkefna, jafnháar upphæðir, í nokkurn tíma - 10 ár samkvæmt erindi Guðrúnar Ingu Sívertsen sem var á undan erindi Þóru. Þóra greindi hins vegar frá því að baráttan hafi verið erfið að fá þetta jafnrétti í gegn. „Við reyndum að fá bónusgreiðslur fyrir stig í undankeppnum. Við fengum alltaf þau svör frá KSÍ að karlarnir fengu engar greiðslur. En við vorum með launaseðil frá einum leikmannanna á bréfsefni KSÍ svo við vissum hvað var satt í málinu,“ sagði Þóra. „En það mikilvæga er að risastórt skref hefur verið tekið og hlutirnir eru jafnir.“ „Mín von er sú að hlutirnir haldi áfram að verða betri og konur geti einbeitt sér að sinni íþrótt og þurfi ekki að berjast fyrir mannréttindum,“ sagði Þóra Helgadóttir.
Tengdar fréttir Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ Sjá meira
Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að Þórður Georg Lárusson hafi á sínum tíma auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. 16. ágúst 2018 15:48
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“