Ríkisstjórn Orban vill banna kynjafræði Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 11:39 Orban forsætisráðherra Ungverjalands virðist standa stuggur af kynjafræði. Vísir/EPA Ungverskum háskólum verður bannað að kenna kynjafræði ef tillaga ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra nær fram að ganga. Ríkisstjórnin vill banna fræðigreinina á þeim forsendum að atvinnurekendur hafi ekki sýnt kynjafræðingum mikinn áhuga.Breska blaðið The Telegraph segir að bannið tæki gildi á næsta ári. Andstæðingar Orban segja að bannið sé hluti af herferð hans gegn samtökum og stofnunum sem leggjast gegn íhaldsstefnu hans og Fidesz-flokksins. Andrea Preto, prófessor í kynjafræði við Miðevrópska háskólann, segir við blaðið að bannið sé hættulegt fordæmi um ríkisinngrip í háskólanámskeið. Bannið stangist á við stjórnarskrá Ungverjalands sem tryggi frelsi til vísindarannsókna og kennslu. Orban hefur lýst yfir vilja til að koma á „ófrjálslyndu lýðveldi“ í Ungverjalandi þar sem kristin fjölskyldugildi eru í hávegum höfð. Óháðir fjölmiðlar hafa átt undir högg að sækja í Ungverjalandi frá því að Orban komst til valda árið 2010. Auðugir bandamenn Orban hafa keypt fjölmiðla og stofnað nýja sem eru honum hliðhollir. Aðrir miðlar sem hafa verið andsnúnir ríkisstjórn Orban hafa neyðst til þess að leggja upp laupana. Ungverjaland Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Ungverskum háskólum verður bannað að kenna kynjafræði ef tillaga ríkisstjórnar Viktors Orban forsætisráðherra nær fram að ganga. Ríkisstjórnin vill banna fræðigreinina á þeim forsendum að atvinnurekendur hafi ekki sýnt kynjafræðingum mikinn áhuga.Breska blaðið The Telegraph segir að bannið tæki gildi á næsta ári. Andstæðingar Orban segja að bannið sé hluti af herferð hans gegn samtökum og stofnunum sem leggjast gegn íhaldsstefnu hans og Fidesz-flokksins. Andrea Preto, prófessor í kynjafræði við Miðevrópska háskólann, segir við blaðið að bannið sé hættulegt fordæmi um ríkisinngrip í háskólanámskeið. Bannið stangist á við stjórnarskrá Ungverjalands sem tryggi frelsi til vísindarannsókna og kennslu. Orban hefur lýst yfir vilja til að koma á „ófrjálslyndu lýðveldi“ í Ungverjalandi þar sem kristin fjölskyldugildi eru í hávegum höfð. Óháðir fjölmiðlar hafa átt undir högg að sækja í Ungverjalandi frá því að Orban komst til valda árið 2010. Auðugir bandamenn Orban hafa keypt fjölmiðla og stofnað nýja sem eru honum hliðhollir. Aðrir miðlar sem hafa verið andsnúnir ríkisstjórn Orban hafa neyðst til þess að leggja upp laupana.
Ungverjaland Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33
Ungverjar samþykkja lög sem gerir aðstoð við flóttafólk refsiverða Meirihluti ungverska þingsins samþykkti í morgun lög sem gerir aðstoð stofnana eða einstaklinga við flóttafólk og hælisleitendur í landinu refsiverða. 20. júní 2018 23:30