Trump gæti verið dreginn til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk stuðningsmanna sinna Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. ágúst 2018 13:08 Zeid lætur af embætti síðar í þessum mánuði Vísir/EPA Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi. Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé sekur um ofbeldishvetjandi orðræðu sem minni á svartasta tímabil 20. aldarinnar. Dómstólar þurfi að skera úr um hvort hægt sé að draga Trump til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sem stuðningsmenn hans kunna að fremja. Hinn jórdanski Zeid Ra’ad al-Hussein lætur af embætti mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna síðar í þessum mánuði. Hann hefur því ekki eins miklu að tapa með því að gagnrýna Bandaríkjaforseta harðlega núna. Zeid gat gefið kost á sér í fjögur ár í viðbót en sagðist ekki geta hugsað sér að halda áfram þar sem helstu stórveldi heims hafi á síðustu árum dregið markvisst úr skuldbindingum sínum á sviði mannréttinda. Í viðtali við breska dagblaðið The Guardian í dag segir Zeid að vatnaskil hafi orðið eftir að Donald Trump tók við embætti. Stjórn hans skeyti engu um mannréttindabrot, hvorki á erlendri grundu né heimafyrir. Þá hafi orðræða Trumps, sem beinist gegn útlendingum, múslimum og innflytjendum, verið einhver sú versta og mest ógeðfellda frá tímum ógnarstjórna 20. aldarinnar. Þá sem nú hafi tungumálið verið misnotað til að útiloka ákveðna hópa og ala á sundrung og ótta í garð minnihlutahópa. Zeid segist hafa sérstakar áhyggjur af stöðu fjölmiðla eftir að Trump lýsti því yfir að fréttamenn væru óvinir fólksins. Það gæti á endanum sett af stað atburðarás sem endi með ofbeldisverkum gegn fréttamönnum og sjálfsritskoðun þeirra til að forðast slíkt ofbeldi. Á endanum segir Zeid að það verði að falla í hlut dómstóla að skera úr um hvort orðræða Trumps flokkist sem hvatning til ofbeldis með þeim hætti að hann sé ábyrgur fyrir mögulegum voðaverkum sem orð hans kunni að leiða til. Zeid segir þó að hugsanlega sé verst af öllu hvaða áhrif núverandi Bandaríkjastjórn hafi á umheiminn. Einræðisstjórnir sæti ekki lengur sama þrýstingi til að virða mannréttindi á meðan Bandaríkin sýni svo slæmt fordæmi.
Tengdar fréttir Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27 Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hættir Zeid Ra'ad al-Hussein hyggst ekki bjóða sig fram til að sitja annað kjörtímabil í stóli mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. 21. desember 2017 08:27
Fyrrverandi forseti Síle tilnefndur mannréttindastjóri SÞ Michelle Bachelet hefur áður stýrt stofnun Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna. 8. ágúst 2018 15:47
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29