Lítið breytt útgáfa af villandi auglýsingu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Hluti auglýsingarinnar sem birtist á síðu 3 í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Fullyrðingin "50% rafdrifinn“ var úrskurðuð villandi af Neytendastofu í júní. Skjáskot Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Toyota á Íslandi fullyrðir í nýrri auglýsingu að Hybrid-bifreiðar framleiðandans séu fimmtíu prósent rafdrifnar. Auglýsingin er lítið breytt frá fyrri auglýsingu fyrir sömu bíltegund en Neytendastofa bannaði frekari notkun þeirra þar sem þær þóttu villandi. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vonast til þess að Neytendastofa bregðist hratt við og ákveði hvort framsetningin nú sé fullnægjandi. Hybrid-bifreiðar Toyota eru þannig úr garði gerðar að þær brenna jarðefnaeldsneyti til að búa til rafmagn sem hægt er að nýta til að drífa bílinn áfram. Ekki er hægt að stinga bifreiðunum í hleðslu. Í febrúar barst Neytendastofu kvörtun vegna auglýsinga fyrirtækisins um slíka bíla þar sem fullyrt var að þeir væru fimmtíu prósent rafdrifnir. Í ákvörðun Neytendastofu dagsettri í júní segir að fullyrðingu Toyota fylgi engar skýringar og þá komi í auglýsingunni ekki fram neinar forsendur fyrir rannsóknunum þar að baki. Frekari skýringar komu fram á heimasíðu fyrirtækisins en auglýsingin var metin villandi engu að síður þar sem hún þótti margræð. Fyrirtækinu var bannað að birta auglýsinguna af þeim sökum. Svipuð auglýsing hefur birst að undanförnu. Fullyrðingin „50% rafdrifinn“ er nú stjörnumerkt en neðst í auglýsingunni er útskýrt að fullyrðingin byggi á „opinberum mælingum DRIVECO, CARe og ENEA á aksturstíma Hybrid-bíla í blönduðum akstri, án aðkomu bensínvélar“. Vísað er á heimasíðu Toyota á Íslandi til frekari skýringar.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.„Fyrir mér er þetta svolítið eins og fullyrðingin um léttöl í bjórauglýsingum,“ segir Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Brynhildur segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem auglýsing sé úrskurðuð villandi. Vandamálið sé hins vegar að auglýsingaherferð sé oft löngu búin þegar niðurstaða liggur fyrir hjá Neytendastofu. Þá séu viðurlögin séu oft lítil sem engin og hvata skorti til að fara eftir lögum. „Mér finnst svolítið gróft að fyrirtækið haldi áfram með þessum hætti. Það er mikilvægt að Neytendastofa skoði hvort þessi neðanmálsgrein, sem bætt var við auglýsinguna, sé fullnægjandi og hvort framsetningin sé enn villandi fyrir hinn almenna neytanda,“ segir Brynhildur. „Við höfum ekki enn fengið ábendingu um þessa tilteknu útgáfu af auglýsingunni,“ segir Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Neytendur Tengdar fréttir Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Villandi fullyrðingar Toyota Neytendastofa telur fullyrðingar Toyota, um að Hybrid bifreiðar fyrirtækisins séu 50% rafdrifnar, vera villandi. 2. júlí 2018 11:17