Finnur Ingi í Aftureldingu: Bræðurnir sameinaðir á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 14:53 Finnur Ingi Stefánsson. Fréttablaðið/ernir Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik. Olís-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Afturelding hefur náð sér í flottan liðsstyrk fyrir átökin í Olís deild karla í handbolta en þeir í Mosfellsbænum voru fljótir að bregðast við þegar liðið missti mann í krossbandsslit. Finnur Ingi Stefánsson, einn albesti hægri hornamaður deildarinnar síðustu ár, hefur ákveðið að skipta yfir í Aftureldingu frá Gróttu. Finnur Ingi kemur í staðinn fyrir Gest Ólaf Ingvarsson sem datt óvænt út á dögunum. „Við lentum í því núna á Ragnarsmótinu að Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband. Við könnuðum stöðuna á Finni og hann er að fara af stað aftur. Hann ætlar taka slaginn með okkur,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar sem er mjög ánægður með að fá Finn til sín. „Hann er hörkuleikmaður og kemur til með að hjálpa okkur gríðarlega,“ sagði Einar Andri en Finnur Ingi er þó ekki alveg hundrað prósent því hann sleit hásin í nóvember í fyrra og spilaði ekki meira með Gróttu á tímabilinu. „Hann þarf einhvern tíma til að koma sér í gang aftur enda eru hásinarsmeiðsli ekkert grín. Hann er aðeins búinn að æfa með okkur og lítur vel út. Við erum bara mjög spenntir og glaðir að fá hann inn í þetta hjá okkur,“ sagði Einar Andri. Lið Atureldingar hefur breyst talsvert frá síðasta tímabili en einn af þeim sem hafði gengið til liðsins fyrr í sumar var hornamaðurinn Júlíus Þórir Stefánsson sem skoraði 98 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni í fyrra. Júlíus Þórir Stefánsson er yngri bróðir Finns Inga og þeir eru því sameinaðir á nýjan leik. En hafði það mikið að segja að Júlíus Þórir var þarna? „Eflaust. Finnur var mjög jákvæður um leið og við heyrðum í honum. Það þurfti ekki mikið að tuða,“ saðgði Einar Andri í léttum tón. Finnur Ingi Stefánsson skoraði 19 mörk í þeim 5 leikjum sem hann spilaði með Gróttu á síðustu leiktíð en tímabilið á undan var hann með 179 mörk í 27 leikjum eða með yfir 6,6 mörk að meðaltali í leik.
Olís-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira